8. des 2015

Vegna tenginga í dreifistöð nr. 22 verður rafmagnslaust í miðbænum

Eins og komið hefur fram hjá okkur hér á síðunni varð bilun í dreifistöð nr. 22 í miðbæ Akureyrar sem valdið hefur rafmagnsleysi og/eða takmarkaðri rafmagnsafhendingu á allstóru svæði í miðbænum. Nú er búið að koma fyrir nýjum spenni í dreifistöðinni og hann þarf að tengja við annan búnað stöðvarinnar.

Vegna þessa þarf að taka rafmagnið af frá kl. 18:15 í um það bil klukkustund enda gangi verkið allt eftir áætlun.

Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á óþægindum vegna þessar bilanna.  Þá er minnt á góð ráð vegna þjónusturofs hér á heimasíðunni.

Hér að neðan má sjá þegar farið var með vara-rafstöð niður í miðbæ í morgun sem síðan var tengd við kerfið til að tryggja lágmarks raforkuafhendingu á meðan á bilanaleit og viðgerðum stóð.

Farið með vararafstöð niður í miðbæ