2. jún 2014

Vegna vinnu við að fjarlægja brunna þarf að loka fyrir heita vatnið

Vegna vinnu við að fjarlægja brunna þarf að loka fyrir heita vatnið á stóru svæði í Síðuhverfi á Akureyri frá kl. 04:00 aðfararnótt fimmtudagsins 5. júní og fram eftir kvöldi.

Viðskiptavinum er bent á að gæta vel að því að allir kranar séu lokaðir þegar vatn kemur á aftur. Eins er viðskiptavinum bent á að huga að hitakerfum sínum, dælum á gólfhitalögnum, varmaskiptum og öðrum slíkum búnaði. Jafnframt er mjög gott að lofttæma ofnakerfi eftir að vatnið er komið á. Hafi viðskiptavinir ekki þekkingu á búnaði sínum er nauðsynlegt að hafa samband við píplagningameistara til þess að huga að kerfinu og búnaði þess.

Nánari fréttir af framvindu verksins verða settar inn undir fréttir hér á heimasíðunni.

Hér má sjá umfjöllun um ástæður þess að smátt og smátt er verið að fjarlægja brunna úr dreifikerfi hitaveitunnar.

Lokað verður heita vatnið í eftirtöldum götum:

VestursíðaLokunarsvæði hitaveitu fimmtudaginn 5. júní 2014 í Síðuhverfi
Kjalarsíða
Keilusíða
Bugðusíða
Núpasíða
Tungusíða
Stapasíða
Ekrusíða
Teigarsíða
Arnarsíða
Lindarsíða
Draupnisgata


Komi upp einhver vandamál þá er viðskiptavinum bent á að hafa samband við þjónustuver Norðurorku í síma 460-1300 á skrifstofutíma (8:00-16:00) en bakvakt Norðurorku í síma 892- 7305 utan þess tíma. Mjög gott er að lofttæma ofna í húsum með þar til gerðum lykli fyrir lofttæmingarkrana á ofnunum eftir að vatni hefur verið hleypt á að nýju. Sé fólk ekki með slíka lykla tiltæka eða telji sig ekki hafa næga þekkingu til að vinna slíkt verk þá endlega hafið samband við pípulagninga-meistara hússins.