Nemendur Jarðhitaskóla Sameinuðuþjóðanna komu í heimsókn í Norðurorku og fengu kynningu á starfsemi félagsins. Megináhersla var að sjálfsögðu lögð á skoðun á jarðhitasvæðunum, borholum og búnaði tengdum þeim, dælustöðvum og dreifikerfi hitaveitu en einnig stýrikerfi veitunnar. En hópurinn fór einnig í stutta heimsókn í Glerárvirkju og vakti það ekki síður áhuga en skoðun á hitaveitukerfum Norðurorku hf.
Hér má sjá mynd af hópnum í Glerárgili á leið til skoðunar á Glerárvirkjun.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15