10. feb 2012

Verðið lækkar á Akureyri

Raunverð á raforkudreifingu hefur farið lækkandi á Akureyri undanfarin ár og er nú það lægsta á landinu. Sömuleiðis hefur raunverð hitaveitu lækkað mjög mikið síðastliðna áratugi og í fyrsta skiptið í sögu hitaveitu á Akureyri og nágrenni er verðið lægra en hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Raunverð á raforkudreifingu hefur farið lækkandi á Akureyri undanfarin ár og er nú það lægsta á landinu. Sömuleiðis hefur raunverð hitaveitu lækkað mjög mikið síðastliðna áratugi og í fyrsta skiptið í sögu hitaveitu á Akureyri og nágrenni er verðið lægra en hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Rúmmetraverð Orkuveitunnar er 119,91 kr. í þéttbýli (m. sköttum) og 158,25 kr. í dreifbýli (m. sköttum). Þess ber þó að geta að fastagjald hitaveitu er nokkru hærra hjá Norðurorku, en þrátt fyrir það, er meðal notandi hjá Norðurorku að greiða lægra verð en hjá Orkuveitunni. Er óhætt að segja að það séu mikil tíðindi enda var verð heita vatnsins á Akureyri framan af með því hæsta á landinu.

Helstu breytingar á verðskrá
Verðskrár Norðurorku má finna á heimasíðu fyrirtækisins www.no.is. Upplýsingar hér að neðan taka mið af almennri verðskrá heimila.

Almennar forsendur
Breytingar á verðlagi og þar með vísitölum hafa verið umtalsverðar frá lokum árs 2010 til loka árs 2011. Þannig hefur byggingavísitala hækkað um 10,71% (des. til des.) og launavísitala um 9,02% (nóv. til nóv.) og vísitala neysluverðs til verðtryggingar um 5,28% (des. til des.).

Rafveita
Verðskrá raforkudreifingar hækkar um 3,0%. Orkugjald á kWh er 4,45 kr. (5,58 m. vsk) en fastagjald á dag er 30,38 kr. (38,13 m.vsk). Raunverð raforkudreifingar hjá Norðurorku hefur farið lækkandi frá árinu 2005 og er í dag það lægsta á landinu.

Vatnsveita
Verðskrá vatnsveitu hækkar um 5,28% eða sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs frá desember 2010 til desember 2011. Vatnsgjald er 109,15 kr./m²/ár. Fast gjald á matseiningu 7.275,05 kr./ár

Hitaveita
Verð á hverjum rúmmetra heita vatnsins hækkar um 3,16% og er 98 kr. (106,96 m. umhverfis og auðlindaskatti og vsk.), í Ólafsfirði þar sem hitastig vatnsins er lægra er rúmmetrinn á kr. 60 (65,48 m. sköttum). Fastagjald hitaveitu hækkar ekki og er 51,94 kr. á dag (55,58 kr. m. vsk.). Þetta þýðir að raunhækkun fyrir meðalheimili er aðeins 2,12%. Verð í Reykjaveitu hækkar í samræmi við samning við sveitarfélögin um uppbyggingu hennar þ.e. um 5,28% sem er hækkun neysluvísitölu og er verð kWst. í orkumælingu kr. 3,32 (3,56 m. umhverfis-og auðlindaskatti og vsk.)

Þróun á verði rúmmetra heita vatnsins frá 1985