Verðskrá Norðurorku 2015
Nokkrar breytingar verða á verðskrám veitna Norðurorku 1. janúar 2015
Kannanir sýna að orku- og veitukostnaður á Akureyri er með því lægsta sem gerist á landinu. Þannig hafa verðskrá hitaveitu og rafveitu lækkað að raungildi og hitaveitan reyndar einnig að krónutölu. Þá sýnir samanburður að verðskrár vatnsveitu og fráveitu eru lægri en hjá flestum sveitarfélögum sem eðlilegt er að við berum okkur saman við.
Um síðustu áramót (2013/2014) var tekin ákvörðun um að hækka ekki almennar verðskrár Norðurorku í hitaveitu og rafveitu og taka þannig þátt í sameiginlegu átaki aðila vinnumarkaðarins um að stemma stigu við verðbólgu. Þá var breytingum á verðskrá vatnsveitu haldið í lágmarki og sama var um verðskrám heimlagna.
Hitaveita
Verðskrá hitaveitu, fastagjald og rúmmetragjald, hækkar um 2,5%. Rúmmetraverð er 102,50 kr. hjá öllum veitum nema á Ólafsfirði kr. 62,73 (lægra hitastig á vatni) og í Reykjaveitu en þar er innheimt orkugjald kr. 3,56 á kWst. Við bætist virðisaukaskattur 11% og umhverfis- og auðlindagjald 2%.
Rafveita
Engin verðbreyting um áramót – fastagjald og kílóvattstundagjald raforkudreifingar er óbreytt. Dreifingargjald á kWst er kr. 3,20 auk flutningsgjalds Landsnets kr. 1,36 eða samtals kr. 4,56. Við bætist virðisaukaskattur 24% en 11% af hitataxta.
Vatnsveita
Vatnsgjald hækkar um tæplega 2%. Vatnsgjald er kr. 120,10 á hvern fermetra húsnæðis auk fastagjalds sem er kr. 8.005,20 á matseiningu íbúðarhúsnæðis og kr. 16.010,41 á matseiningu atvinnuhúsnæðis. Aukavatnsgjöld hækka að sama skapi um tæplega 2%. Vatnsgjöld eru innheimt samhliða fasteignagjöldum.
Fráveita
Norðurorka hf. tók við fráveitu á Akureyri um síðustu áramót. Samþætting við annan rekstur félagsins hefur m.a. falist í því að byggja verðskrá fráveitu upp með sama hætti og verðskrá vatnsveitu. Þetta felur í sér að ekki er lengur miðað við fasteignamat eigna sem grundvöll gjaldsins, heldur tekið upp fast gjald á matseiningu og síðan ákveðið gjald á fermetra og þar með tekið mið af stærð eignarinnar.
Fastagjald á hverja matseiningu íbúðarhúsnæðis er kr. 8.000 og kr. 189 á hvern m². Þá eru tekin upp tengigjöld og verða þau kr. 200.000 á hverja nýtengingu og þá miðað við tvöfalda 100-150 mm tengingu við lóðarmörk fasteignar. Gera þarf sérstakt samkomulag vegna stærri tenginga. Fráveitugjöld eru innheimt samhliða fasteignagjöldum.
Umhverfis- og auðlindaskattur og virðisaukaskattur
Umhverfis- og auðlindaskattur sem tekinn var upp árið 2011 er nú kr. 0,129 á hverja kílóvattstund og leggst á raforkusölu, auk 24% virðisaukaskatts (lækkar úr 25,5%). Umhverfis- og auðlindagjald af sölu heita vatnsins er 2% auk 11% virðisaukaskatts (hækkar úr 7%).
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15