6. sep 2011

Verndarflokkur, biðflokkur og nýtingarflokkur

Bjarnarflag
Bjarnarflag
Í framhaldi af því að lögð hafa verið fram drög að þingsályktunartillögu um niðurröðun virkjunarhugmynda í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk hafa hagsmunaaðilar verið að rýna tillöguna.

Í framhaldi af því að lögð hafa verið fram drög að þingsályktunar-tillögu um niðurröðun virkjunarhugmynda í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk hafa hagsmunaaðilar verið að rýna tillöguna.  Tvö atriði hafa einkum vakið athygli við þessa skoðun á málinu.

Þannig hefur Samorka bent á að miðað við áætlaða orkuvinnslu-getu orkukosta sem fjallað er um í 2. áfanga rammaáætlunar þá geri drögin ráð fyrir að þeir kostir sem falli í nýtingarflokk nemi 11.900 gígavatt stundum (GWh) á ári, 11.000 GWh falli í biðflokk og 13.900 Gwh í verndarflokk.  Þá munu orkukostir einnig falla utan flokkunar þar sem þeir eru á friðlýstum svæðum en þar er um 15.100 gígavatt stundir að ræða.  Niðurstaða Samorku er því að aðeins um 23% af orkuvinnslugetu þeirra virkjunarkosta sem voru til umfjöllunar í verkefnisstjórn rammáætlunar falli í nýtingarflokk samkvæmt drögunum að þingsályktunartillögunni.

Hitt atriði sem vekur athygli er að ekki er full samvörun milli þeirra hugmynda sem koma fram í þingsályktunartillögunni og niðurstöðu verkefnisstjórnarinnar og því ljóst að skiptar skoðanir munu verða um tillöguna eins og hún nú liggur fyrir.   Sem dæmi um þetta má benda á að virkjunarkostir sem voru fremur ofarlega í röðun rammaáætlunar lenda í biðflokki eða jafnvel verndarflokki eins og t.d. Austurengjar, Trölladyngja og Grænidalur.