Norðurorka hf. óskaði eftir tilboðum í lagningu Vesturveitu II, þ.e. hitaveitu frá Finnastöðum að Miklagarði í Eyjafjarðarsveit 4. september s.l. Samhliða óskaði RARIK eftir tilboði í lagningu rafstrengja að viðkomandi bæjum í sveitinni þannig að samstarf er með aðilum um verkið, þ.e. það tekur bæði til lagningar hitaveitu og rafveitu.
Þrjú tilboð bárust í verkið frá tveimur verktökum G. Hjálmarsson hf. og GV gröfum ehf. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að þessi verkþáttur kosti rúmlega 24 milljónir króna. Lægsta tilboðið er frá G. Hjálmarssyni hf. eða 98% af kostnaðaráætlun. Búið er að yfir fara tilboðin og ákveðið að ganga til samninga við G.Hjálmarsson um verkið. Verkið hefst á næstu vikum og lýkur í haust.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15