15. nóv 2024

Viðbúnaður vegna veðurs

Farið yfir sviðsmyndir og verkaskiptingu.
Farið yfir sviðsmyndir og verkaskiptingu.

Talsverður viðbúnaður er á Akureyri vegna veðurs sem nú gengur yfir svæðið. Líkur eru á að svipað ástand geti skapast og í september 2022 þegar sjór gekk á land á Eyrinni með umtalsverðum afleiðingum. Margt er líkt með veðrinu sem spáð er í kvöld og þeim aðstæðum sem þá sköpuðust.

Norðurorka, Akureyrarbær og Höfnin funduðu um málið í gærmorgun og samstilltu viðbrögð. Neyðarstjórn Norðurorku var virkjuð í framhaldinu og hélt fund í gær og annan eftir hádegi í dag og hafa viðbragðsáætlanir verið virkjaðar. Hlutverk Norðurorku er meðal annars að tryggja að fráveitan sinni sínu hlutverki eins vel og mögulegt er. Þó er fyrirséð að álag á fráveituna verður mikið og því nokkuð öruggt að hún muni ekki hafa undan ef sjór gengur á land. Enda er fráveitukerfið ekki hannað fyrir slíkar aðstæður.

Starfsfólk hefur síðustu daga unnið að því að tryggja að fráveitukerfið sé í fullum rekstri og sinni sínu hlutverki eins vel á mögulegt er, meðal annars með fyrirbyggjandi aðgerðum eins og að hreinsa niðurföll á Eyrinni. Veðrið getur einnig haft áhrif á aðrar veitur fyrirtækisins, svo sem rafveituna, og er neyðarstjórn og annað starfsfólk fyrirtækisins í viðbragðsstöðu vegna þess.

Meginhlutverk Norðurorku, í kvöld sem og allt árið um kring, er fyrst og fremst að sjá til þess að grunninnviðir samfélagsins starfi eðlilega, þ.e. fráveita, hitaveita, vatnsveita og rafveita. Við sendum góða strauma til allra viðbragðsaðila sem standa vaktina í kvöld