9. okt 2013

Viðgerð á aðveituæð

Unnið er að viðgerð á aðveituæð frá Laugalandi í Eyjafirði að dælustöð við Þórunnarstræti sem bilaði við Miðhúsabraut.  Nokkuð er síðan grafið var niður á lögnina og komið fyrir svonefndri viðgerðarbaulu en að því búnu var hafinn undirbúningur að því að skipta um 12 metra langan hluta lagnarinnar.

Upprunalegur frágangur á lögninni á þessum stað er með þeim hætti að hún var lögð í steinsteyptan stokk og einangruð með steinull.  Þessi frágangur hefur ekki gefist vel og ljóst að til lengri tíma litið er nauðsynlegt að skipta út allri lögninni á þessu svæði.

Ekki þarf að taka vatn af mörgum viðskiptavinum vegna viðgerðarinnar þar sem hægt er að fullnægja vatnsþörfinni frá vinnslusvæðinu á Arnarnesi, ekki síst sökum þess að veðurspá er hagstæð næstu daga.

Hér að neðan má sjá mynd frá vinnusvæðinu.

Unnið við viðgerð á aðveituæð við gatnamót Miðhúsabrautar og Þórunnarstrætis