12. ágú 2011

Viðgerð á stofnlögn hitaveitu að efra Gerðahverfi lokið

Viðgerð á stofnlögn hitaveitu lauk síðdegis í dag og gekk hún vel.

Viðgerð á stofnlögn hitaveitu lauk síðdegis í dag og gekk hún vel.  Verið er að hleypa vatni á lögnina og ættu allar fasteignir að vera komin með fullan þrýsting á húsveitur núna síðdegis.

Viðskipatvinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið.

Viðskiptavinum er bent á að huga að hitakerfum sínum, dælum á gólfhitalögnum, varmaskiptum og öðrum slíkum búnaði.  Jafnframt er mjög gott að lofttæma ofnakerfi eftir að vatnið er komið á og hugsanlega þarf einnig að tæma loft úr dælum fyrir gólfhitalagnir þar sem þær eru.  Hafi viðskiptavinir ekki þekkingu á búnaði sínum er nauðsynlegt að hafa samband við píplagningameistara til þess að huga að kerfinu og búnaði þess.