14. júl 2016

Viðhaldsvinna á aðveitustöð við Þingvallastræti (A1).

Næstu helgi (frá föstudagskvöldi 15/7 til sunnudags 17/7) verður unnið að viðhaldi á aðveitustöðinni við Þingvallastræti. Komið er að nauðsynlegu viðhald á steinsteyptu burðarvirki sem er sunnan við aðalbygginguna.  Aðeins er hægt að vinna þessa vinnu þegar álag á dreifikerfið er í lágmarki því nauðsynlegt er að taka stöðina úr rekstri meðan á vinnu stendur og álagið því flutt á aðra staði í kerfinu.

 

Búast má við verulegu ónæði af framkvæmdunum í nágrenni aðveitustöðvarinnar meðan háþrýstiþvottur á mannvirkinu fer fram en önnur vinna á síður að valda ónæði.

Gert er ráð fyrir að háþrýstiþvottur hefjist á föstudagskvöldið 15. júní og standi fram eftir nóttu og jafnvel fram á morgun.

Ekki á að koma til straumrofa í bænum af þessum sökum.

Beðist er velvirðingar á því ónæði sem hlýst  af þessari vinnu.