1. nóv 2012

Vinnuvernd - allir vinna

Norðurorka hf. varð í október s.l. þess heiðurs aðnjótandi að vera eitt af tólf fyrirtækjum á Íslandi sem tilnefnt var til vinnuverndarverðlaunanna.

Norðurorka hf. varð í október s.l. þess heiðurs aðnjótandi að vera eitt af tólf fyrirtækjum á Íslandi sem tilnefnt var til vinnuverndarverðlaunanna.  Í því felst að fyrirtækið sé í hópi þeirra sem eru til fyrirmyndar á þessu sviði.

Af þeim fyrirtækjum sem tilnefnd voru til verðlauna hlutu eftirfarandi fyrirtæki/starfsöðvar viðurkenningu:

  • Landsvirkjun vegna Fljótsdalsvirkjunar
  • Samherji vegna Reykfisks
  • Þjóðminjasafnið
  • Mannvit verkfræðistofa

Norðurorka hf. er stolt yfir því að komast í þennan hóp fyrirmyndarfyrirtækja og einnig þakklát Vinnueftirlitinu fyrir að standa að þessum ágætu verðlaunum sem eru fyrirtækjum hvatning í þessum mikilvæga málaflokki.

Í bréfi Vinnueftirlitsins til Norðurorku hf. af þessu tilefni kemur m.a. eftirfarandi fram:

"Vinnueftirlitið þakkar fyrir góðar móttökur og áhugaverða heimsókn í tengslum við að fyrirtæki ykkar var tilnefnt til viðurkenningar vegna fyrirmyndar vinnuverndarstarfs með áherslu á forystu stjórnenda og virkt samstarf við starfmenn.

Eftir matsferlið reyndist mjög mjótt á mununum í flestum tilvikum og samkeppnin því mjög hörð. Ákveðið var horfa til bæði til stærri og minni vinnustaða, fyrirtækja og stofnana og dreifingar á landsvísu. Því reynslan sýnir að jákvæðar fyrirmyndir á sviði vinnuverndar hafa oft mjög jákvæð og hvetjandi áhrif á sínu landssvæði. Öll þessi atriði voru höfð að leiðarljósi þegar komist var að niðurstöðu um hvaða vinnustaðir yrðu fyrir valinu

Þema vikunnar VINNUVERND - ALLIR VINNA er áhersla út árið 2013 og hvetur Vinnueftirlitið ykkur áfram í því góða starfi sem þið eruð að vinna í vinnuvernd."

Norðurorka hf. mun áfram leggja mikla áherslu á vinnuverndarstarf enda er okkur ljóst að því verkefni líkur aldrei, alltaf þarf að standa vaktina þó ekki væri í öðru en að viðhalda góðum árangri og auðvitað má alltaf gera betur.