Norðurorka fór af stað með vitundarvakningu í haust undir yfirskriftinni Hitamál. Markmiðið með vitundarvakningunni er að vekja athygli á stöðu hitaveituá starfssvæði Norðurorku sem og að vekja samfélagið til umhugsunar um heitavatnsnotkun og hvetja til ábyrgrar orkunotkunar.
Vefmiðillinn Akureyri.net fjallaði ítarlega um stöðu hitaveitu með aðstoð starfsfólks Norðurorku í haust og fyrir stuttu síðan birtist á miðlinum viðtal við Gunni Ýr Stefánsdóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu forstjóra Norðurorku, um framvindu vitundarvakningarinnar. Við hvetjum að sjálfsögðu fólk til að kynna sér málið HÉR.
Sjá einnig algengar spurningar og svör um hitaveitu HÉR.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15