9. maí 2011

Vorfundur Samorku haldinn á Akureyri

Dagana 26. og 27. maí næstkomandi heldur Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, vorfund sinn í menningarhúsinu HOFI á Akureyri.

HOF MenningarhúsDagana 26. og 27. maí heldur Samorka, samtök orku- og veitu-fyrirtækja á Íslandi, vorfund sinn í menningarhúsinu HOFI á Akureyri.  Dagskráin er fjölbreytt og fróðleg.

Fundinum er skipt upp í aðal-málstofu og síðan þrjár sviðs-málstofur eftir veitum, þ.e. rafveitu, hitaveitu og vatnsveitu.

Vorfundurinn hefst fimmtudaginn 26. maí kl. 9.00 með setningu Tryggva Þórs Haraldssonar formanns Samorku.  Að því búnu flytur ávarp Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, en síðan flytur Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri erindið "Orkunýting, stjórnsýslan og sjálfbærnihugtakið".  Því næst kynnir Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnsstjórnar um rammaáætlun um verndun og nýtingu stöðuna í þeim málaflokki.

Eftir hádegi á fimmtudaginn skiptist fundurinn upp í þrjár málstofur eins og áður segir þar sem flutt verða fjölmörg áhugaverð erindi á hverju sviði.  Nánari dagskrá má sjá hér.

Á föstudaginn 26. maí er sameiginleg málstofa frá kl. 9.00 til kl. 12.40 þar sem flutt eru ýmiss erindi m.a. um orkumælingar, fjarálestur, rafræna reikningagerð o.fl.  Þá eru einnig erindi um, loftgæðamælingar í tengslum við jarðhitavirkjanir, umhverfismatsferli, og viðbragðsáætlanir og neyðarvarnir.  Þá flytur Sigþrúður Guðmundsdóttir hjá Landsvirkjun erindi sem hún nefndir "Áskoranir stjórnenda 2011" og Þórgnýr Dýrfjörð frá Akureyrarstofu flytur erindið "Orkan og samfélagið".