Uppsetning hleðslustöðva á Akureyri

Vinnu við uppsetningu á hleðslu fyrir rafbíla í eldri byggingum þarf að taka í nokkrum skrefum. Þessi skref eru sambærileg hvort sem um er að ræða sérbýli, fjölbýli eða atvinnuhúsnæði þrátt fyrir að umfangið geti vissulega verið mjög mismunandi, eftir aðstæðum á hverjum stað. 

Uppsetning hleðslulausna í eldri byggingum kallar í flestum tilvikum á að uppdráttum (teikningum) sé breytt, s.s. aðaluppdráttum, raflagnauppdráttum og lóðaruppdráttum (fyrirkomulag á bílastæði). Skila þarf þessum gögnum inn til byggingarfulltrúa í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar og fá leyfi fyrir framkvæmdum.

Húsfélag getur sótt um viðbótarheimtaug inn á lóð, eða inn fyrir vegg í bílageymslu, ef núverandi heimtaug ber ekki fyrirséða rafbílahleðslu horft til álagsstýringar eða samskonar búnaðar. Norðurorka áskilur sér rétt til þess að hafna beiðnum ef Norðurorka metur að núverandi heimtaug beri bílhleðslu með álagsstýringu eða öðrum sambærilegum aðgerðum.

Til að einfalda íbúum ferlið hafa Akureyrarbær og Norðurorka tekið saman eftirfarandi leiðbeiningar (tékklista) þar sem farið er yfir helstu atriðin sem þarf að hafa í huga við uppsetningu á búnaði til hleðslu á rafbílum.

Skref 1 - Forathugun

Fyrsta skref er að kanna ytra umhverfi og aðstæður vegna mögulegra breytinga

Ef um er að ræða sameign, þarf að fylgja lögum um fjöleignarhús varðandi samþykki fyrir nauðsynlegum framkvæmdum. Taka þarf málið upp á húsfundi og samþykkt húsfélags þarf að liggja fyrir í fundargerð. Einnig er nauðsynlegt að í fundargerðinni komi fram hver mun hafa umboð fyrir hönd húsfélagsins í málinu.

Ef um er að ræða hleðslu á sameiginlegu bílastæði eða á eign annarra, þarf að semja um slíka notkun, kostnað og eignarhald.

Lög um fjöleignarhús skilgreina reglur um réttindi og skyldur eigenda fjöleignarhúsa. Í þeim kemur m.a. fram að húsfélögum er skylt að gera ákveðna úttekt á stöðu og mögulegum lausnum varðandi hleðslu rafbíla og að ekki sé hægt að neita einstaka eiganda um að setja upp búnað til hleðslu rafbíla að undangenginni slíkri úttekt.

  • Kynntu þér upplýsingar um rafbíla og hleðslu. Mælt er með því að fá leiðbeiningar frá rafhönnuðum, rafverktökum eða fagaðilum í eignaumsjón.
  • Til er mikið af búnaði og því ber að hafa í huga að kynna sér hvaða spennukerfi húseign er tengd við. Hér má sjá mynd sem sýnir hvar skiptingu Akureyrar í TT og TN-C spennukerfi
  • TT spennukerfi þýðir 230V á milli fasa í 3 fasa, þriggja leiðara kerfum
  • TN-C spennukerfi þýðir 230V á milli fasa og N-leiðara, og 400V milli fasa í 3-fasa, fjögura leiðara kerfum
  • Kynntu þér lög og reglugerðir, þ.m.t. lög um fjöleignarhús og byggingarreglugerð
  • Hafðu samband við aðra í byggingunni sé um fjöleignarhús að ræða. Húsfélög þurfa að samþykkja nauðsynlegar framkvæmdir og velja hver fer með umboð fyrir hönd húsfélagsins.

Skref 2 - Þarfagreining

Annað skref er að kanna þörfina fyrir hleðslu rafbíla í byggingunni, bæði þá þörf sem þegar er fyrir hendi og einnig m.t.t. fyrirsjáanlegrar fjölgunar rafbíla í náinni framtíð.

  • Kanna hversu margir rafbílar eru til staðar og hverjir hafa hug á að fá sér rafbíl
  • Gera yfirlit yfir aflþörf og orkunotkun
    • Hér er bent á þann kost að kynna sér hleðslumöguleika með álagsstýringu. Almennt er raforkunotkun mismunandi yfir daginn og því er ekki alltaf gott að bæta rafbílahleðslu ofan á núverandi notkun hússins. Kerfi með álagsstýringu sér til þess að húsið gangi fyrir og minnkar þá það sem er í boði til bílhleðslu á álagstímum.
    • Tafla sem sýnir muninn á hleðsluafli og áætlaðan fjölda bíla sem myndi virka á viðkomandi afli (hægt er að smella á mynd til að sjá hana stærri)

  • Ákveða fjölda, staðsetningu og fyrirkomulag á hleðslustæðum í fyrstu lotu og hvernig standa eigi að fjölgun hleðslustæða í framtíðinni.

Skref 3 - Forsendur

Þriðja skref er að kanna þær forsendur sem til staðar eru í rafmagnsmálum byggingarinnar, bæði m.t.t. ástands raflagna og þess hve mikil orka er aflögu til hleðslu rafbíla. Það getur verið mikill munur á hversu mikil raforka er til aflögu í byggingum.

Kanna aðstæður í rafmagnstöflu, með aðstoð löggilts rafverktaka. Það er einungis löggiltur rafverktaki sem getur sent inn þjónustubeiðni til Norðurorku sé þess þörf:

  • Er rafmagn byggingarinnar einfasa eða þriggja fasa?
  • Er nægt pláss í rafmagnstöflu fyrir breytingar?
  • Kanna rafmagnsöryggi byggingarinnar (með aðstoð löggilts rafverktaka)
    • Er þörf á endurnýjun raflagna og búnaðar?
    • Athugið að sérstaka útfærslu varbúnaðar (öryggja) þarf fyrir hleðslu rafbíla.
      • Einnig bent á að hafa í huga álagsstýringu
    • Hvaða tegund dreifikerfis er í hverfinu (TT/TN-C)
        • Hér má sjá mynd sem sýnir hvar skiptingu Akureyrar í TT og TN-C

       

    • Stærð heimtaugar í amperum (rafmagnsinntaks) og stærð höfuðvars í rafmagnstöflu
      • Hægt er að fá upplýsingar um stærð heimtauga með því að senda inn fyrirspurn á no@no.is eða hringja í 460-1300.

     Þegar búið er að taka saman forsendur hér fyrir ofan eru þær svo notaðar til þess að fara yfir:

  • Hversu mikinn straum þarf til hleðslu rafbíla í fyrstu lotu ef horft er til álagsstýringar?Hversu mikilli fjölgun rafbíla má reikna með í framtíðinni?

Skref 4 - Skipulag og hönnun

Fjórða skref er hönnun hleðslulausnar og skipulag hleðslustæða.

  • Fara yfir hvaða hleðslulausnir henta, t.d. með því að hafa samband við sölu- og þjónustuaðila og afla upplýsinga á vefnum.
  • Ákveða staðsetningu á hleðslubúnaði við bílastæði.
  • Huga að því hvernig stækka megi kerfið, með fjölgun hleðslustöðva á komandi árum.
  • Hanna lagnaleiðir og tengingar við aðaltöflu. Miða ætti við að hægt sé að stækka kerfið án þess að fara þurfi oft í verulegar framkvæmdir við raflagnir.
  • Ákveða hvernig haga eigi mælingu á orkunotkun hvers notanda. Ekki er nauðsynlegt að hafa sérstaka grein í töflu fyrir hvert bílastæði sem tengd væri orkumæli hvers notanda, aðrar lausnir gætu hentað betur.
  • Áætla gróflega heildarkostnað við framkvæmdina, búnað og vinnu.
  • Ákveða kostnaðarskiptingu við framkvæmdina og hver sé eðlilegur kostnaður fyrir nýja notendur sem síðar koma.
  • Kanna hvort rafmagnsinntakinntak (heimtaug) dugi, með aðstoð álagsstýringar og skipulagi á hleðslutíma, áður en ráðist er í stækkun heimtaugar.
    • Liggi fyrir að núverandi heimtaug sé fullnýtt og dugi ekki með álagsstýringu er hægt að skoða hvort æskilegra sé að stækka núverandi heimtaug eða sækja um sér rafmagns heimtaug vegna bílhleðslu.
      • Liggja þarf fyrir samþykkt í fundargerð húsfélags að ráðast í verkið sem og hver fer með umboð fyrir hönd húsfélagsins. Ef verið er að óska eftir nýrri heimtaug þarf að einnig að liggja fyrir leyfi frá Akureyrarbæ fyrir tengistað nýju heimtaugarinnar.
      • Liggja þurfa fyrir mælingar eða útreikningar sem að sýna að núverandi heimtaug beri ekki bílahleðslu með álagsstýringu.
    • Sækja um leyfi fyrir framkvæmdum og eftir atvikum uppsetningu á búnaði innan og utan lóðar til viðkomandi sveitarfélags/byggingarfulltrúa.
      • Sótt er um leyfið með því að fara í gegnum þjónustustugátt Akureyrarbæjar hér.
        • Liggja þarf fyrir samþykkt í fundargerð húsfélags að ráðast í verkið sem og hver fer með umboð fyrir hönd húsfélagsins. Einnig þarf umsókn að fylgja uppdráttur sem að sýnir staðsetningu búnaðar innan og utan lóðar.

Skref 5 - Val á búnaði

Fimmta skref er val á hleðslulausnum og búnaði. Margar tegundir hleðslustöðva eru á markaðnum og að ýmsu að huga áður en búnaður er valinn.

Velja búnað, atriði sem skipt geta máli eru:

  • Hvaða lausnir eru í boði?
  • Kostaður við mismunandi lausnir.
  • Hvernig tala hleðslustöðvarnar saman (þarf viðbótar nettengingu í bygginguna?)
  • Hvernig upplýsingar og ytri tengingar eru í boði, t.d. smáforrit (app)
  • Greiðslumáti fyrir notendur
    • Rafmagn er ávallt dreift og selt í gegnum sölumæli sem Norðurorka settur upp. Aðeins einn aðili eða félag getur verið skráður fyrir greiðslu á hverjum mæli. Því þarf að ákveða strax hver muni vera greiðandi á rafmagninu. Ekki er í boði að skipta greiðslu milli margra notenda.
  • Rekstur og viðhald búnaðar
  • Fyrirkomulag hleðslustöðva og uppsetningarmöguleikar
  • Annar búnaður s.s. árekstrarvarnir og merkingar, eins og við

Fá tilboð frá sölu- og þjónustuaðilum hleðslulausna og búnaðar í heildarlausnir, þ.m.t. notkun og viðhald.

Fá tilboð frá löggiltum rafverktaka í uppsetningu á búnaði og viðbætur og breytingar á raflögnum.

Ákveða skilatíma og forsendur afhendingar.

Skref 6 - Framkvæmd

Sjötta skref er framkvæmd á uppsetningu heðslulausnar, búnaðar og viðbætur og breytingar á raflögnum. Þessi vinna þarf að vera unnin af löggiltum rafverktaka.

  • Semja við löggiltan rafverktaka um uppsetningu og frágang.
  • Semja við sölu- og þjónustuaðila þeirrar hleðslulausnar sem valin er.
  • Afla leyfis fyrir framkvæmdum hjá viðkomandi sveitarfélagi/byggingarfulltrúa. Slíkt getur verið á hendi framkvæmdaraðila.
    • Sótt er um leyfið með því að fara í gegnum þjónustustugátt Akureyrarbæjar hér.
      • Liggja þarf fyrir samþykkt í fundargerð húsfélags að ráðast í verkið sem og hver fer með umboð fyrir hönd húsfélagsins. Einnig þarf umsókn að fylgja uppdráttur sem að sýnir staðsetningu búnaðar innan og utan lóðar.
    • Tryggja að frágangur sé góður og tekið sé tillit til viðhalds og breytinga.
    • Tryggja að gengið sé frá brunaþéttingum þar sem farið er með lagnir á milli brunahólfa.
    • Tryggja öryggi vegna framkvæmdar, m.a. með afmörkun vinnusvæða og aðstöðu.
    • Tryggja að rafbúnaður sé merktur á fullnægjandi hátt og gengið sé frá í samræmi við reglur og góða starfshætti. Merkingar á búnaði tryggja öryggi notenda og þeirra sem koma þurfa að breytingum í framtíðinni.
    • Ganga úr skugga um að löggilti rafverktakinn sendi inn lokatilkynningu til HMS að verki loknu.
    • Koma upplýsingum um búnaðinn og virkni hans til allra notenda. Einnig er eðlilegt að aðrir aðilar í sameign fái þessar upplýsingar.