Í ljós hefur komið að áhrifasvæði lokunarinnar aðfararnótt fimmtudagsins 4. september verður stærra en ætlað var í fyrstu. Kemur það til sökum þess að líkur eru til þess að dælur á neðra þrýstisvæði hitaveitunnar muni ekki ná að halda uppi nægum þrýstingi á efsta hluta þess. Áætlað áhrifasvæði þessa eru sýnt á myndinni hér að neðan.
Öll sömu varúðarsjónarmið eiga við um þetta svæði og sjálft lokunarsvæðið sjá nánar hér.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15