31. ágú 2011

Tilboð í vatnsveituframkvæmdir á Svalbarðsströnd opnuð í dag

Tilboð í framkvæmdir við vatnsveitu á Svalbarðsströnd voru opnuð í dag og skiluðu fjórir verktakar inn tilboðum.

Tilboð í framkvæmdir við vatnsveitu á Svalbarðsströnd voru opnuð í dag.  Fjórir verktakar skiluðu inn tilboðum.  Norðurorka hf. og RARIK standa sameiginlega að útboðinu en RARIK óskaði eftir samstarfi þar sem á dagskrá hjá þeim hefur verið að leggja af loftlínu á umræddu svæði.  Í stað hennar verður nú komið fyrir jarðstreng samhliða vatnsveitulögninni.  Samvinna um verkið skilar báðum aðilum hagræði og lægri kostnaði.

Eftirtaldir aðilar buðu í verkið:
GV-gröfur ehf.
G. Hjálmarsson hf.
Vélaleiga Halldórs Baldurssonar ehf.
Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar ehf.

Tilboðin verða nú yfirfarin og tekin afstaða til þess hvaða tilboði verður tekið.

Þá hefur verið gengið frá samningi við Set ehf. á Selfossi um lagnaefni í vatnsleiðsluna en fyrirtækið átti lægsta tilboð í 6.300 metra af 180 mm plaströrum og 1.000 metra af 110 mm plaströrum.

Sjá eldri fréttir um málið:
Vatnsveituframkvæmdir í Svalbarðsstrandarhreppi.
Norðurorka hf. gengur frá samningi við Vegagerðina og Vaðlaheiðargöng hf.