27. maí 2013

Vegna óvæntra atvika þarf að taka heita vatnið af í dag

Vegna óvæntra atvika í vinnu við brunna í miðbænum þarf að taka heita vatnið af þegar í stað en ekki á morgun 28. maí eins og til stóð. Heita vatnið fer af hluta Miðbæjarins og af Innbænum. Gert er ráð fyrir að heitavatnslaust verði fram á kvöld.

Áríðandi tilkynning frá Norðurorku

Vegna óvæntra atvika í vinnu við brunna í miðbænum á Akureyri þarf að taka heita vatnið af þegar í stað, en ekki á morgun eins og til stóð.  Lögn gaf sig með þeim afleiðingum að sjóðheitt vatn fór að renna um vinnusvæðið og því ekki um annað að gera en loka fyrir vatnið.

Heita vatnið fer af hluta Miðbæjarins og af Innbænum.  Gert er ráð fyrir að heitavatnslaust verði fram á kvöld (vinsamlega fylgist með fréttum hér á heimasíðunni).  Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér.

Nánari upplýsingar um svæðið þar sem vatnið fer af má sjá hér (smelltu á myndina til að fá hana stærri)

Lokun fyrir heita vatnið í Miðbæ og Innbæ 27. maí 2013

 

Hér má sjá eldri frétt um málið.