Álestur

Er rafsegulgeislunin frá snjallmælum skaðleg?

Rafsegulgeislun frá snjallmælum er langt undir hættumörkum sem íslensk og alþjóðleg yfirvöld setja. Snjallmælar sem Norðurorka rekur mæla rafmagn annars vegar og notkun á heitu vatni hins vegar. Útvarpsbylgjur eru ein tegund rafsegulbylgna og á þeirri tækni byggja nánast öll þráðlaus samskipti, þar á meðal snjallmælar. Rafmagnsmælarnir nýta sér tíðnina 434 MHz og heitavatnsmælarnir 868 MHz. Snjallmælar gefa einungis frá sér rafsegulsvið þegar þeir senda aflestur – í heild 3,5 sekúndur á dag og er hámarksflutningsgeta mælanna 0,5 wött. Mælingar hafa sýnt að geislunin er innan við 1/1000 af viðmiðunarmörkum. Til samanburðar má nefna að farsími getur sent allt að 2,0 wött og er heildartíminn sem símar senda frá sér rafsegulsvið jafnframt lengri.

Fyrir frekari upplýsingar um rafsegulgeislun smellið hér

Upplýsingar frá Kamstrup sem framleiðir mælana sem Norðurorka notar:

Hver ber ábyrgð á álestri þegar eru notendaskipti?

Skráður notandi veitu er ábyrgur fyrir notkun og þar með reikningum þar til búið er að skila inn álestri eða láta lesa af mælum.

Mikilvægt er að þeir sem eru að flytja úr íbúð/húsi tryggi að þessar upplýsingar skili sér til Norðurorku svo rétt uppgjör geti farið fram milli þess íbúa sem flytur úr íbúð/húsi og þess sem flytur inn, eftir atvikum milli fyrri eiganda og nýs eiganda eða fyrri leigjanda og nýs leigjanda.

Hvernig les ég af stafrænum mæli hitaveitu?

Leiðbeiningar fyrir álestur stafrænn orkumæla: 

Upphafsskjámynd mælis sýnir kWh (kílóvattstundir) en þá er búið að reikna út orkuígildi vatnsins.

Stafrænn orkumælir

Með því fletta einu sinni til hægri (sjá bláan hring á mynd hér að neðan) má sjá rúmmetrastöðu mælis, þ.e. magn vatns (m3) sem runnið hefur í gegn.

Stafrænn orkumælir

Ef haldið er áfram að fletta til hægri má einnig sjá hitastig vatnsins. 
Hægt er að fara til baka með því að ýta á vinstri örvarhnappinn en ef mælirinn er látinn ósnertur í fjórar mínútur þá fer hann aftur í upphafsstöðuna sem sýnir orkuígildið (kWh).

Sjá frekari leiðbeiningar á heimasíðu Kamstrup

Hvernig þekki ég álesara Norðurorku þegar þeir koma á haustin?

Álesarar okkur eru allir auðkenndir með starfsmannaskírteini auk þess sem þeir hafa með sér sérstakar álestrartölvur. 

Aðrir flokkar