Snjallmælar eru stafrænir og mæla notkun viðskiptavina á rafmagni og heitu vatni í rauntíma. Að auki safna þeir gögnum um ástand dreifikerfis og afhendingargæði. Þannig geta snjallmælar einnig numið leka eða óeðlilega mikla orkunotkun. Snjallmælarnir senda gögnin sjálfkrafa inn í kerfi Norðurorku svo álestur verður óþarfur og viðskiptavinir greiða ávallt fyrir raunnotkun í lok hvers mánaðar.
Nei, þau falla undir eðlilega endurnýjun og viðhald á veitukerfunum.
Áður en mælaskipti fara fram verður haft samband við þig þar sem fundinn verður hentugur tími. Síðan munu fulltrúar Norðurorku heimsækja þig og skipta um mæla. Mælar eru í inntaksrými og þar þurfa fulltrúar okkar að hafa gott aðgengi. Heitt vatn og rafmagn er tekið af á meðan að mælunum er skipt út, en það tekur almennt um 30 mínútur.
Ávinningur af notkun snjallmæla er margvíslegur, fyrir viðskiptavini, veitukerfin, auðlindirnar og umhverfið. Með tilkomu snjallmæla getur þú fylgst nánar með notkuninni og þar með haft möguleika á að stjórna orkunotkun heimilisins í samræmi við raunverulega orkuþörf hverju sinni. Þannig nýtist orkan best. Betri yfirsýn gerir þér einnig kleift að bregðast hratt við ef upp kemur bilun eða óeðlileg notkun. Meiri upplýsingar og aukið gagnsæi auðvelda okkur að reka veitukerfin á hagkvæmari hátt og stuðla enn frekar að ábyrgri orkunotkun. Þá mun ekki lengur þurfa að lesa af mælunum þar sem álestrartölur verða sendar sjálfkrafa.
Ef þú býrð í sérbýli er nauðsynlegt að lögráða einstaklingur sé heima til að hleypa okkur að mælunum. Heimsóknin tekur um 30 mínútur.
Ef þú býrð í fjölbýli þarftu ekki að gera neitt. Við verðum í sambandi við tengilið húsfélags til að komast að mælum í sameign.
Snjallmælavæðing er tekin skipulega, svæði eftir svæði. Hægt er að fá snjallmæli fyrr sé þess óskað. Almennt er reiknað með að mælar nýtist strax en í einhverjum tilfellum gæti tekið lengri tíma að koma sambandi í lag. Þá gæti fulltrúi frá Noðurorku þurft að koma aftur til að tengja loftnet eða bæta staðsetningu mælis. Mælirinn er því ekki orðinn „snjall“ fyrr en búið er að tengja svæðið álestrarnetinu og safnstöð. Þangað til það tekst þarf mannálestur fyrir mælinn.
Rafsegulgeislun frá snjallmælunum er langt undir hættumörkum sem íslensk og alþjóðleg yfirvöld setja. Mælingar hafa sýnt að geislunin er undir 1/1000 af viðmiðunarmörkum. Hámarksflutningsgeta mælanna er 0,5 wött. Til samanburðar getur farsími sent allt að 2,0 wött. Nánari upplýsingar má fá hjá Geislavörnum ríkisins.
Nánar á vef Geislavarna ríkisins.
Með tilkomu snjallmæla munu orkureikningarnir breytast þar sem þeir endurspegla ávallt raunnotkun. Notkun er breytileg milli mánaða og því er eðlilegt að upphæð reikninga sé ekki sama fjárhæðin hvern mánuð eins og áður hefur verið. Þannig má ætla að reikningarnir verði hærri yfir kaldari mánuðina og lægri yfir heitari mánuðina.
Alla reikninga og notkunarsögu sérð þú á mínum síðum Norðurorku.
Norðurorka hefur aðgang að mæligögnum frá snjallmælinum þínum. Þau eru einnig send til Netorku til reikningagerðar fyrir rafmagn. Netorka er sameiginlegur gagnagrunnur veitufyrirtækja. Sjá nánar hér.
Gögnin segja til um hversu mikið rafmagn og/eða heitt vatn er notað og hvenær. Ekki er hægt að greina í hvað rafmagnið eða heita vatnið var notað hverju sinni. Snjallmælar greina álag og gera þjónustuaðilum kleift að finna óeðlileg töp í dreifikerfinu og forgangsraða viðhaldi. Þannig geta snjallmælar t.d. auðveldað bilanaleit í dreifikerfinu, stytt tíma straumleysis og jafnvel komið í veg fyrir tjón hjá viðskiptavinum.
Upphafsskjámynd mælis sýnir kWh (kílóvattstundir) en þá er búið að reikna út orkuígildi vatnsins.
Með því fletta einu sinni til hægri (sjá bláan hring á mynd hér að neðan) má sjá rúmmetrastöðu mælis, þ.e. magn vatns (m3) sem runnið hefur í gegn.
Ef haldið er áfram að fletta til hægri má einnig sjá hitastig vatnsins.
Hægt er að fara til baka með því að ýta á vinstri örvarhnappinn en ef mælirinn er látinn ósnertur í fjórar mínútur þá fer hann aftur í upphafsstöðuna sem sýnir orkuígildið (kWh).
Snjallmælar og þau gögn sem þeir taka við og senda frá sér eru dulkóðuð til að koma í veg fyrir að hægt sé að eiga við þau. Mælarnir uppfylla öll öryggisskilyrði sem þýðir að erfitt er fyrir „hakkara“ að brjótast inn í þá. Hafa skal þó í huga að ekkert kerfi er 100% öruggt og tölvuþrjótar finna sér sífellt nýjar leiðir til að komast yfir upplýsingar og brjótast inn í kerfi. Oftar en ekki nýta þeir sér traust fólks til að blekkja það og komast yfir innskráningarupplýsingar.
Við hvetjum viðskiptavini okkar til að gæta ítrustu varkárni hvar sem er á netinu og gefa aldrei upp persónuupplýsingar, leyniorð eða annað sem gæti auðveldað óprúttnum aðilum að brjótast inn í kerfi sem geyma viðkvæmar upplýsingar.
Álesarar okkur eru allir auðkenndir með starfsmannaskírteini auk þess sem þeir hafa með sér sérstakar álestrartölvur.
Skráður notandi veitu er ábyrgur fyrir notkun og þar með reikningum þar til búið er að skila inn álestri eða láta lesa af mælum.
Mikilvægt er að þeir sem eru að flytja úr íbúð/húsi tryggi að þessar upplýsingar skili sér til Norðurorku svo rétt uppgjör geti farið fram milli þess íbúa sem flytur úr íbúð/húsi og þess sem flytur inn, eftir atvikum milli fyrri eiganda og nýs eiganda eða fyrri leigjanda og nýs leigjanda.