Sennilegasta skýringin er sú að þú hafir skilað inn álestri nýlega og fengið uppgjörsreikning. Þá er gerð upp notkun frá síðasta álestri. Ef notkun var minni en áætlað hafði verið þá er fyrsti reikningur þar á eftir lægri en vanalega. Í kjölfarið lækka reikningarnir þínír í samræmi við uppfærða áætlun.
Sjá nánari upplýsingar um skýringar á reikningum hér
Sennilegasta skýringin er sú að þú hafir skilað inn álestri nýlega og fengið uppgjörsreikning. Ef notkun var meiri en áætlað hafði verið þá er fyrsti reikningur þar á eftir hærri en vanalega. Í kjölfarið hækka reikningarnir þínír í samræmi við uppfærða áætlun.
Sjá nánari upplýsingar um skýringar á reikningum hér
Hér má finna skýringar á reikningum, bæði áætlunarreikning og uppgjörsreikning.
Áætlunarreikningur byggir á meðaltals dagsnotkun síðasta árs. Reynt er að hafa áætlunina sem næsta raunverulegri notkun en hægt er að hafa samband við okkur og fá áætlun endurskoðaða.
Sjá nánar um skýringar á reikningum og sýnishorn af orkureikningum hér
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15