Á undanförnum árum hefur verið stöðugur vöxtur í heitavatnsnotkun Akureyringa. Því hefur hitaveitan þurft að vera á fullum afköstum yfir köldustu vetrardagana. Heitt vatn er ekki óþrjótandi auðlind og mikilvægt er að ganga vel um hana. Öll getum við lagt okkar að mörkum með því að vera meðvituð um eigin orkunotkun og fara sparlega með heita vatnið.
Heiti potturinn
Fátt er betra en að hlamma sér í heitan pott. Þar gildir þó að vera ábyrgur í sinni orkunotkun og sleppa því að fylla á heita pottinn yfir köldustu dagana. Sér í lagi ef aðeins er um að ræða tíu mínútur í pottinum, þá er sturtan heppilegri kostur.
Snjóbræðslan
Í kuldatíð eru ekki alltaf forsendur fyrir snjóbræðslu vegna mikillar orkuþarfar. Með nákvæmari stýringu á snjóbræðslu allt árið um kring næst berti árangur auk þess sem hún veldur minna álagi. Þannig lækkar einnig orkureikningurinn.
Opnir gluggar
Förum vel með varmann, athugum með þéttingar á gluggum og hurðum og tryggjum að hitakerfið sé að virka rétt. Ef við þurfum að lofta út er betra að hafa glugga vel opinn í 10 mín. og loka honum svo í stað þess að hafa gluggann opinn allan daginn.
Hvernig er orkunýtingin á þínu heimili?
Í kringum 90% af árlegri notkun á heitu vatni er vegna húshitunar á meðan í kringum 10% er vegna annarrar notkunar eins og að fara í bað eða sturtu sem og við þrif.
Til að tryggja ábyrga notkun skiptir því mestu máli að fylgjast vel með því hvernig við nýtum heitavatnið til húshitunar og skilja hvað er eðlileg notkun miðað við t.d. stærð húsnæðis.
Flest húskerfi nota lofthitastýrða ofnloka eða aðra nema til að fylgjast með innihitanum. Ef innihitinn lækkar (þegar kalt er úti) þá svarar kerfið með því að auka vatnsflæði á heituvatni. Það er því mikilvægt að birgja ekki ofnloka eða nema af þannig að skynjun þeirra á aðstæðum sé röng. Þetta getur átt við t.d. þegar gluggatjöld eða stór húsgögn eru sett framan við ofnstilla þannig að mikill hiti myndast beint við ofninn en dreifist ekki um rýmið. Þannig nær ofninn ekki að kynda rýmið rétt og oft er því svarað með því að hækka á ofninum sem getur þá leitt til mikillar sóunar á orku.
Annað dæmi sem gott er að fylgjast með er að ofnlokar eru oft undir gluggum og því algengt að kalt loft streymi um lokan. Þetta veldur því þá að ofninn fer á fullt á sama tíma og verið er að lofta út. Hægt er að fyrirbyggja þetta með því að annað hvort lækka á ofninum á meðan verið er að lofta út eða með því að setja annan ofnloka á bakrásar hlið ofnsins sem heldur þá aftur af því að ofninn fari á fullt. Að hafa ofnstilli á bæði framrás og bakrás getur verið sniðugt á ofnum sem eru við glugga eða hurðir þar sem oft er opið.
Á meðfylgjandi myndbandi sem Orkusetur og N4 tóku saman er farið yfir það hvernig ofnstillar virka.
Notkun getur verið breytileg milli ára þar sem helst spilar inn íslenska veðráttan sem er síbreytileg. En notkun getur líka verið breytileg eftir því hvernig við notum heita vatnið og þættir eins og stærð húsnæðis og tegund, fjöldi heimilisfólks, einangrun hússins, stillingar hitakerfis og fleira.
Almennt séð er í kringum 90% af árlegri notkun á heitu vatni vegna húshitunar á meðan í kringum 10% er vegna annarrar notkunar eins og að fara í bað, sturtu og þrifa.
Til að áætla hvort notkun sé eðlileg getur verið gott að skoða notkunarstuðul fyrir húsnæðið sem fundin er með því að deila í ársnotkun með stærð húsnæðis í rúmmetrum. En það er fundið með því að fyrst umreikna flatarmál húsnæðis (fm eða m2) í rúmmetra (m3). Hægt er að nálgast það með því að margfalda fm með 3,3 til að fá út m3 húsnæðis.
Tökum sem dæmi 130 m2 raðhúsíbúð notar 600 m3 af heitu vatni. Stærð húsnæðis í m3 er 3,3 x 130 m2 = 429 m3 og því er notkunarstuðulinn 600 / 429 = 1,4.
Til að átta sig á því hvort það sé eðlilegt er svo hægt að styðjast við eftirfarandi töflu:
Tegund eignar - Notkunarstuðull
Í dæminu hér fyrir ofan vorum við að skoða raðhúsíbúð sem flokkuð væri sem „minna fjölbýlishús“. Eðlileg notkun er á bilinu 1,1 til 1,6 og því er 1,4 innan þeirra marka. Til að finna mörkin í notkun í m3 þá er notkunarstuðull í töflu margfaldaður með stærð húsnæðis í m3. Þannig að ef við notum sama dæmi og hér fyrir ofan þá væru mörkin 1,1 x 429 = 471,9 m3 og 1,6 x 429 = 686,4 m3. Það væri því eðlilegt að ársnotkun væri á bilinu 471,9 m3 til 686,4 m3 fyrir viðkomandi eign.
Það sem getur breytt þessu eru hlutir eins og heita pottur og snjóbræðsla þar sem meira en bakrás er notuð (skammtað heitt vatn til viðbótar til að auka snjóbræðslu). Ef verið er að skammta heitu vatni til viðbótar á snjóbræðslu mælir Norðurorka eindregið með því að fylgst sé vel með notkun til að tryggja að sóun sé ekki að eiga sér stað.
Hægt er að hafa samband við þjónustuver Norðurorku ef óskað er eftir betri skýringum á þessu eða til að fá ráðleggingar ef notkun er utan marka. Eins getur verið sniðugt að heyra í pípara til að yfirfara húskerfið reglulega til að tryggja ábyrga notkun.
Við viðhald og framkvæmdir kemur fyrir að skrúfa þurfi fyrir vatn í götum eða hverfum. Mínar síður er ein af okkar helstu upplýsingaleiðum. Því mælum við með að þú skráir farsímanúmer og netfang þar inn til að við getum sent þér skilaboð ef á þarf að halda t.d. vegna þjónusturofs. Er þitt númer skráð? Kannaðu málið á minarsidur.no.is
Vinnslusvæði Norðurorku eru tólf talsins. Ellefu þeirra eru nýtt til hitaveitu í Eyjafirði og eitt til hitaveitu í Fnjóskadal og á Grenivík. Hér má sjá nákvæmar upplýsingar um vinnslusvæði hitaveitu.
Þess má þó geta að Hjalteyrarsvæðið, sem virkjað var árið 2002, gefur um 60% af hitaveituvatni Akureyringa. Ástæða mikillar afkastagetu jarðhitakerfisins við Hjalteyri er talin sú að lekt bergs sé betri og aðstreymi vatns greiðara en þekkist á öðrum vinnslusvæðum Norðurorku. Þetta má væntanlega rekja til sprungumyndunar af völdum jarðskjálfta í brotabeltinu við utanverðan Eyjafjörð. Þar af leiðandi er afkastageta jarðhitakerfisins við Hjalteyri mun meiri en annarra jarðhitasvæða sem Norðurorka nýtir.
Mögulega er íbúi eða iðnaðarmaður búinn að loka fyrir heitt vatn vegna framkvæmda eða viðgerða í húsinu. Svo getur hugsast að við séum að vinna í hverfinu þínu og þá ætti skráður eigandi veitu að hafa fengið tilkynningu (sms og tölvupóst) um það, nema um skyndilega bilun sé að ræða. Upplýsingar um þjónusturof birtast einnig hér á vefsíðu Norðurorku undir flipanum Þjónusturof í dag. Við mælum með að skráður eigandi veitu skrái símanúmer og netfang inn á mínar síður. Þannig tryggjum við öruggt upplýsingaflæði t.d. í tenglsum við þjónusturof vegna framkvæmda. Ef skráður eigandi er ekki með síma eða tölvu þá getur náinn aðstandandi skráð sitt símanúmer og netfang í staðinn og þá miðlað upplýsingum til húsráðenda þegar tilkynningar berast.
Leka á heitu vatni utanhúss skal tilkynna tafarlaust í síma 460 1300 (innan dagvinnutíma). Utan dagvinnutíma skal hringja í síma 892 7305.
Bilanir innanhúss eru oftast á verksviði iðnaðarmanna. Ef þú ert í einhverjum vafa er þér velkomið að hringja í okkur og við leiðbeinum þér eftir bestu getu.
Mikið tjón getur orðið ef upp kemur leki á lögnum innanhús og er heitavatnið sérstaklega slæmt þar sem það er ekki einungis tjón af völdum vatns heldur líka hita. Því miður eru til mörg dæmi um það að húsnæði hefur gjör skemmst í slíkum tilfellum. Því er mikilvægt að allir á heimilinu viti hvar inntakið er og hvernig á að skrúfa fyrir það. Eins er mikilvægt að tryggja eftirfarandi:
Upphafsskjámynd mælis sýnir kWh (kílóvattstundir) en þá er búið að reikna út orkuígildi vatnsins.
Með því fletta einu sinni til hægri (sjá bláan hring á mynd hér að neðan) má sjá rúmmetrastöðu mælis, þ.e. magn vatns (m3) sem runnið hefur í gegn.
Ef haldið er áfram að fletta til hægri má einnig sjá hitastig vatnsins.
Hægt er að fara til baka með því að ýta á vinstri örvarhnappinn en ef mælirinn er látinn ósnertur í fjórar mínútur þá fer hann aftur í upphafsstöðuna sem sýnir orkuígildið (kWh).
Bakrásarhiti er hitastig vatnsins sem rennur frá ofni. Ef bakrásarhiti er of hár er heita vatnið ekki nógu vel nýtt og sóun á sér stað. Eðlilegur bakrásarhiti er háður útihita. Sem dæmi má nefna að við 0 °C útihita er æskilegt hitastig á vatni frá ofni 27 °C.