03.01.2021
Miklar innviðaframkvæmdir hafa verið í gangi í flestum veitum Norðurorku undanfarin ár og er þar bæði um að ræða nýframkvæmdir og viðhald. Á grundvelli greiningar á rekstrarkostnaði og vísitölum og að teknu tilliti til fjárfestingaáætlana hækka verðskrár fyrirtækisins frá og með 1. janúar 2021
Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.
04.12.2020
Íslendingar eru lánsamir að hafa aðgang að þeirri einstöku auðlind sem jarðhitavatn er. Um 90% af heitavatnsnotkuninni er vegna húshitunar en afganginn notum við til annarra hluta eins og að fara í sturtu, þrífa eða vaska upp. Undanfarin ár hefur verið stöðugur vöxtur í heitavatnsnotkun Akureyringa og á árunum 2000-2020 tvöfaldaðist orkuþörf hitaveitunnar.
Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.
26.11.2020
Nú þegar tími laufabrauðsgerð er í hámarki þá fellur til mikið af steikingarfeiti, bæði harðri og mjúkri. Því er full ástæða til að minna fólk á Grænu trektina sem er ætluð til þess að auðvelda fólki að safna steikarolíu á heimilum.
Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.
24.11.2020
Jólaaðstoð er samstarfverkefni Mæðrastyrksnefndar, Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins á Akureyri. Norðurorka hefur undanfarin ár styrkt Jólaaðstoðina á Akureyri en vegna stöðunnar í samfélaginu um þessar mundir var ákveðið að gera enn betur og styrkja verkefnið um 1.000.000 kr.
Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.
19.11.2020
Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna vegna ársins 2021. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2020.
Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.
19.11.2020
Úrgangur í fráveitu er vandamál alls staðar á landinu. Úrgangurinn skaðar lífríkið, þyngir rekstur fráveitukerfa og eykur kostnað sveitarfélaga vegna hreinsunar og förgunar á úrgangi um tugi milljóna króna á ári. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.
13.11.2020
Undanfarnar vikur hefur eitthvað borið á meðburði í hitaveitukerfi bæjarins, aðallega er um að ræða sand og leirefni. Þetta er afskaplega hvimleitt, efnið safnast í síur hjá notendum og getur þannig dregið verulega úr rennsli vatns.
Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.
13.11.2020
Vegna vinnu við hreinsistöð fráveitu í Sandgerðisbót verður fráveitukerfið sett á yfirfall norðan við Slippinn og við Krossanes mánudaginn 16. nóvember á milli klukkan 8 og 14.
29.09.2020
Norðurorka rekur mikilvæga innviði sem samfélagið reiðir sig á alla daga ársins og við viljum að sjálfsögðu vera í góðu sambandi við okkar viðskiptavini.
Til að lágmarka líkur á því að COVID-19 faraldurinn hafi áhrif á starfsfólk okkar og þar með rekstur fyrirtækisins óskum við eftir því að viðskiptavinir lágmarki komur sínar í þjónustuver eins og kostur er og nýti frekar aðrar leiðir fyrir erindi sín. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.
16.09.2020
Nú er komið að árlegum mælaálestri. Norðurorka hefur innleitt nýja lausn og hvetur nú viðskiptavini til að skila inn rafrænum álestri í gegnum „Mínar síður“... Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.