Fréttir & tilkynningar

Viðskiptavinir hvattir til að nýta frekar rafræna ferla v/COVID-19

Norðurorka rekur mikilvæga innviði sem samfélagið reiðir sig á alla daga ársins og við viljum að sjálfsögðu vera í góðu sambandi við okkar viðskiptavini. Til að lágmarka líkur á því að COVID-19 faraldurinn hafi áhrif á starfsfólk okkar og þar með rekstur fyrirtækisins óskum við eftir því að viðskiptavinir lágmarki komur sínar í þjónustuver eins og kostur er og nýti frekar aðrar leiðir fyrir erindi sín. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Viðskiptavinir geta sjálfir skilað inn álestri - rafrænt

Nú er komið að árlegum mælaálestri. Norðurorka hefur innleitt nýja lausn og hvetur nú viðskiptavini til að skila inn rafrænum álestri í gegnum „Mínar síður“... Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Ólafsfirðingar beðnir að fara sparlega með vatnið

Í dag hefst vinna við dæluupptekt við hitaveituborholu ÓF-4 Laugarengi í Ólafsfirði. Reiknað er með að verkið taki um 3 daga en dælan sem verið er að taka upp er á 100 m dýpi í holunni. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Dæluupptekt við hitaveituborholu á Þelamörk

Þessa dagana er unnið að dæluupptekt við hitaveituborholu LÞNS-10 á Laugalandi Þelamörk. Sjá nánari upplýsingar ásamt myndum með því að smella á fyrirsögn.

Breyttur opnunartími afgreiðslu Norðurorku

Frá og með 21. ágúst er opnunartími á þjónustuborði og í afgreiðslu Norðurorku eftirfarandi.

Rafmagnslaust á hluta Akureyrar fyrr í dag

Rafmagnslaust varð á hluta Akureyrar um hádegisbil í dag. Orsök bilunarinnar er óljós en talið er að grafið hafi verið í háspennustreng. Rafmagni hefur nú verið komið á eftir öðrum leiðum og því ætti enginn að finna fyrir rafmagnsleysi lengur.

Rafmagnsleysi í Eyjafirði

Vegna bilunar í 66kV kerfi Landsnets er nú rafmagnslaust í öllum Eyjafirði. Óljóst er hversu lengi rafmagnsleysið mun vara en þó er mögulega verið að tala um einhverja klukkutíma.

Hreinsistöð fráveitu - tengivinnu lokið

Í gær 29. júlí tókst endanlega að ljúka tengingu nýrrar hreinsistöðvar fráveitu við fráveitukerfið á Akureyri auk tenginga við yfirfallsútrás. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Kaldavatnslaust í Hrísey 29.7.2020

Vegna bilunar er kaldavatnslaust í Hrísey. Lokað verður á meðan á viðgerð stendur. Varast ber að nota heita vatnið á meðan á lokun stendur þar sem það er óblandað og því mjög heitt.

Skráning netfanga á "Mínar síður" Norðurorku

Við viljum vera í góðu sambandi við viðskiptavini okkar og leggjum okkur fram við að koma upplýsingum hratt og örugglega til þeirra. Ert þú búin(n) að skrá netfangið þitt ? Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.