Fréttir & tilkynningar

Óhapp í metanframleiðslu

Í gærkvöldi þann sjötta ágúst átti sér stað óhapp í metanframleiðslunni.

Hefur þú kynnt þér Kortasjá Norðurorku?

Segja má að starfsemi Norðurorku sé að miklu leyti falin. Veitulagnir raf-, hita-, vatns og fráveitu eru grafnar í jörðu og sjást ekki á yfirborði og þess vegna er afar mikilvægt fyrir okkur að hafa öflugan gagnagrunn með upplýsingum um staðsetningu lagna.

Fráveita Akureyringa og sýnatökur

Norðurorka gerir gerlamælingar fjórum sinnum á ári á 16 stöðum meðfram ströndinni frá Krossanesi og inn að Leirubrú auk þess sem Heilbrigðiseftirlitið tekur sýni reglulega.

Framleiðsla metans úr gömlum ruslahaugum og vandkvæði því fólgin

Síðustu 7 árin hefur Norðurorka framleitt metangas úr gömlu ruslahaugunum á Glerárdal fyrir ofan Akureyri. Það er mikill ávinningur falinn í föngun hauggass, og framleiðslu metangass úr því, fyrir samfélagið allt og ekki síður umhverfið.

Miklar leysingar áraun á kerfi Norðurorku

Eftir kalt vor er óhætt að segja að sumarið sé komið en síðustu daga hafa hitatölur á svæðinu verið háar. Hitanum fylgja miklar leysingar og er gríðarlegt vatnsmagn á ferðinni í ám og lækjum. Leysingum sem þessum fylgir mikil áraun á kerfin okkar, allar fjórar veiturnar. Hita- og vatnsveituæðar og lagnir okkar þvera ár og læki víða auk þess sem ófært er á nokkrum stöðum á starfssvæði okkar eftir að gafist hefur undan vegum með þeim afleiðingum að þeir fara í sundur.

Ný metanþjappstöð og bætt afhendingaröryggi

Norðurorka hefur unnið metangas úr gömlu sorphaugunum á Glerárdal ofan Akureyrar frá árinu 2014. Hauggas myndast með tímanum þar sem lífræn efni brotna niður við loftfirrtar aðstæður eins og myndast á sorphaugum.

Hreinsunarátak starfsfólks Norðurorku

Í vikunni kom hópur starfsfólks Norðurorku, auk maka, barna og barnabarna, saman eftir vinnu og tók til hendinni. Hópurinn sem samanstóð af tæplega 40 einstaklingum, stórum og smáum, skipti sér í minni hópa og fór í næsta nágrenni við höfuðstöðvar Norðurorku og tíndi rusl.

Náum við örugglega í þig?

Ert þú ekki örugglega búin(n) að skrá gsm númer og netfang inn á "Mínar síður" Norðurorku? Við viljum vera í góðu sambandi við viðskiptavini okkar og leggjum okkur fram við að koma upplýsingum hratt og örugglega til þeirra.

Dælustöðvar fráveitu á yfirfall - 8. júní kl. 8.00 og 12.00

Vegna vinnu við tengingu á þrýstilögn við Torfunef fara dælustöðvar fráveitunnar við Torfunef, Laufásgötu og Silfurtanga á yfirfall milli kl. 8.00 og 12.00 þriðjudaginn 8. júní.

Af jarðhitavinnslu og hverastrýtum í Eyjafirði

Undir lok síðasta árs varð þess vart að hiti á vatni sem streymdi upp úr svokallaðri Arnarnesstrýtu, einni af hverastrýtunum norður af Arnarnesnöfum, hafði lækkað umtalsvert og fyrr á þessu ári kom í ljós að uppstreymi úr strýtunni virtist vera orðið hverfandi lítið...