03.09.2022
Um 75-80% neysluvatns bæjarbúa Akureyrar kemur frá tveimur lindasvæðum sem staðsett eru norðan og sunnan við skíðasvæði Hlíðarfjalls, Sellandslindir á Glerárdal og Hesjuvallalindir í Hlíðarfjalli. Glerárdalur og Hlíðarfjall eru vinsæl útivistarsvæði og á undanförnum árum hefur Norðurorka unnið að því að fræða almenning um mikilvægi vatnsverndarsvæðanna sem skilgreind eru til verndar vatnslindunum og heilnæmi neysluvatns Akureyrar.
02.09.2022
Í september eru hundrað ár liðin frá því að raforkuframleiðsla og -dreifing hófst á Akureyri. Aldarafmælis framleiðslu og dreifingu rafmagns í bænum er minnst með ýmsum hætti núna í september.
24.08.2022
Eyþór Björnsson hefur nú tekið við starfi forstjóra Norðurorku af Helga Jóhannessyni sem lætur af störfum eftir að hafa gengt stöðunni frá því í apríl 2012.
17.08.2022
Eins og áður hefur komið fram, í frétt hér á heimasíðunni, hefur undanfarnar vikur verið unnið að undirbúning fyrir spennubreytingar á Eyrinni.
20.07.2022
Sumrin eru háannatími í framkvæmdum hjá Norðurorku líkt og víða annarsstaðar. Eflaust hafa margir bæjarbúar orðið varir við framkvæmdir við dreifikerfi rafmagns á Eyrinni undanfarin misseri. Þar hefur Norðurorka m.a. unnið að endurnýjun rafmagnsheimtauga í um það bil þrjátíu hús, að hluta eða öllu leyti, ásamt því að endurnýja aðra hluta dreifikerfisins.
13.07.2022
Í dag hefur verið unnið að því að fjarlægja hitaveitubrunn sem staðsettur er á Hvannavöllum. Vegna þessa hefur hluti Glerárgötu, Furuvalla, Hvannavalla og Tryggvabrautar verið heitavatnslaus frá því snemma í morgun.
27.06.2022
Í framhaldi af fréttaflutningi um val á raforkusala er rétt að ítreka að lokunarviðvaranir gilda eingöngu um nýja notendur á raforkumarkaði sem ekki hafa valið sér raforkusala. Nýjir notendur eru þeir sem eru að koma inn á markað í fyrsta sinn eða hafa ekki verið í viðskiptum 90 daga fyrir upphaf viðskipta.
02.06.2022
Síðustu átta árin hefur Norðurorka framleitt metangas úr gömlu ruslahaugunum á Glerárdal fyrir ofan Akureyri. Það er mikill ávinningur falinn í föngun hauggass, og framleiðslu metangass úr því, fyrir samfélagið allt og ekki síður umhverfið.
24.05.2022
Norðurorka hf. óskar eftir að ráða aðalbókara.
Umsóknafrestur er til 6. júní 2022.