11.06.2021
Í vikunni kom hópur starfsfólks Norðurorku, auk maka, barna og barnabarna, saman eftir vinnu og tók til hendinni. Hópurinn sem samanstóð af tæplega 40 einstaklingum, stórum og smáum, skipti sér í minni hópa og fór í næsta nágrenni við höfuðstöðvar Norðurorku og tíndi rusl.
08.06.2021
Ert þú ekki örugglega búin(n) að skrá gsm númer og netfang inn á "Mínar síður" Norðurorku?
Við viljum vera í góðu sambandi við viðskiptavini okkar og leggjum okkur fram við að koma upplýsingum hratt og örugglega til þeirra.
07.06.2021
Vegna vinnu við tengingu á þrýstilögn við Torfunef fara dælustöðvar fráveitunnar við Torfunef, Laufásgötu og Silfurtanga á yfirfall milli kl. 8.00 og 12.00 þriðjudaginn 8. júní.
02.06.2021
Undir lok síðasta árs varð þess vart að hiti á vatni sem streymdi upp úr svokallaðri Arnarnesstrýtu, einni af hverastrýtunum norður af Arnarnesnöfum, hafði lækkað umtalsvert og fyrr á þessu ári kom í ljós að uppstreymi úr strýtunni virtist vera orðið hverfandi lítið...
26.05.2021
Nú er sólin farin að láta sjá sig, hitatölur á uppleið og sumarið loksins komið. Kaldavatnsnotkun eykst gjarnan á þessum tíma árs og fram á sumarið og því vill Norðurorka minna á mikilvægi þess að borin sé virðing fyrir kalda vatninu og að því sé ekki sóað.
21.05.2021
Norðurorka hf. óskar eftir að ráða rafvirkja á framkvæmdasvið. Starfið heyrir undir verkstjóra rafmagnsþjónustu. Umsóknafrestur er til 4. júní 2021.
18.05.2021
Norðurorka bindur mun meira koldíoxíð en fyrirtækið losar vegna starfsemi sinnar og vinnur þannig gegn neikvæðum loftslagsáhrifum gróðurhúsalofttegunda.
Árið 2020 losaði fyrirtækið 434 tonn CO2í (koltvísýringsígildi) vegna starfseminnar en batt á sama tíma 4398 tonn CO2í. Heildarkolefnisspor fyrirtækisins árið 2020 var því -3964 tonn CO2í...
14.05.2021
Það er mikilvægt að kynna sér legu veitulagna áður en jarðvegsframkvæmdir hefjast. Ef lagnir eru á framkvæmdasvæðinu, hvetjum við þig til að hafa samband áður en framkvæmdin hefst þannig að hægt sé að meta hvort ástæða sé til að endurnýja veitulagnir samhliða framkvæmdunum...
12.05.2021
Norðurorka er sífellt að leita að tækifærum til að bæta þjónustu. Þessa dagana er unnið að því að dreifa árlegu uppgjöri innan ársins eftir svæðum. Þetta er gert til þess að draga úr álagspunktum sem annars voru að myndast á haustin og hafa áhrif á þjónustustig annarra þátta.
29.04.2021
Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn í dag 29. apríl 2021. Eigendur félagsins eru sex sveitarfélög, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Svalbarðsstrandar-hreppur og Þingeyjarsveit. Rekstur Norðurorku var viðunandi á árinu 2020. Ársvelta samstæðunnar var...