22.03.2022
Norðurorka hf. óskar eftir að ráða fólk í sumarstörf.
Umsóknafrestur er til 31. mars 2022.
17.03.2022
Norðurorka óskar eftir að ráða forstjóra.
09.03.2022
Nú er unnið að því að endurnýja háspennuskáp í dreifistöð 11 sem er í byggingu Sundlaugarinnar á Akureyri. Í morgun var nýr háspennuskápur hífður inn í dreifistöðina. Verkefnið var krefjandi þar sem nýji skápurinn er 650 kg og þurfti að hífa hann um 30 m leið og inn um hurðargat sem staðsett er undir svölum.
01.03.2022
Undanfarin misseri hafa upplýsingar um streymi á jarðhitavatni úr Strýtunum á botni Eyjafjarðar, úti fyrir Arnarnesi, orðið til þess að Norðurorka jók tíðni mælinga á jarðhitavatninu og síðastliðið haust var komið fyrir hitanemum í útstreyminu í Strýtunum.
25.02.2022
Á árinu 2022 áætlar Norðurorka að skipta öllum hemlum og eldri sölumælum hitaveitu á Ólafsfirði út fyrir snjallmæla. Samhliða því verður einnig uppsett söfnunarkerfi sem safnar upplýsingum úr mælunum.
18.02.2022
Fimmtudaginn 17. febrúar úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna og fór athöfnin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Staðsetningin er vel við hæfi þar sem Norðurorka er bakhjarl Menningarfélagsins.
07.02.2022
Norðurorka hf. óskar eftir að ráða rafvirkja á framkvæmdasvið.
Starfið heyrir undir verkstjóra rafmagnsþjónustu.
06.02.2022
Neyðarstjórn Norðurorku hefur verið virkjuð vegna slæmrar veðurspár. Miðað við spár og viðvaranir er talið líklegt að truflanir verði á flutningskerfi rafmagns en slíkt getur haft áhrif á kerfi Norðurorku. Ekki einungis á dreifiveitu rafmagns á Akureyri heldur einnig á hita-, vatns- og fráveitu þar sem margar dælur eru víða í kerfunum á öllu starfssvæðinu.
02.02.2022
Vegna framkvæmda í Holtahverfi í tengslum við nýtt hverfi verður losuð klöpp til að koma fyrir lögnum. Unnið verður við þetta á milli kl. 7.00 og 19.00 virka daga, af og til út febrúar.
Hávaðamengun mun fylgja framkvæmdinni.
27.01.2022
Nú er rúmlega eitt ár liðið frá því að hreinsistöð fráveitu í Sandgerðisbót á Akureyri var tekin í notkun en þar er allt fráveituvatn á Akureyri hreinsað áður en því er veitt út í fjörðinn. Auk þess að minnka það rusl sem berst út í Eyjafjörðinn hefur tilkoma hreinsistöðvarinnar einnig leitt til þess að dregið hefur úr gerlamengun meðfram strandlengjunni á Akureyri.