Fréttir & tilkynningar

Lokað fyrir kalt vatn í hluta Þórunnarstrætis - Uppfært

Vegna bilunar er LOKAÐ fyrir KALT VATN í hluta Þórunnarstrætis. Varast ber að nota heita vatnið á meðan á lokuninni stendur þar sem það er óblandað og því MJÖG HEITT. Sjá frekari upplýsingar með því að smella á fyrirsögn.

Stelpur og tækni

Þriðjudaginn 15. maí tók Norðurorka þátt í Stelpur og tækni deginum sem haldinn var í Háskólanum á Akureyri. Dagurinn er haldinn að fyrirmynd Girls in ICT Day sem haldinn er víða um heim. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Mælaskipti framundan í tæplega 1.000 húsveitum á Akureyri

Á árinu 2018 stendur til að skipta um 900 – 1.000 hitaveitumæla og munu mælaskiptin fara fram í maí til desember 2018. Það er verktakinn Áveitan ehf sem sér um verkið og mun starfsmaður verktakans vera með starfsmannaskírteini frá Norðurorku með nafni og mynd. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Rafmagnsleysi í hluta Síðuhverfis og við Krossanes

Háspennustrengur sem grafinn var í sundur orsakaði rafmagnsleysi á nokkuð stóru svæði í dag

Lokað fyrir kalt vatn vegna bilunar... UPPFÆRT Viðgerð lokið

Uppfært kl. 16:30: Viðgerð er lokið og búið er opna fyrir kalda vatnið. Gatan er þó ennþá lokuð þar sem frágangi lýkur á morgun. Vegna bilunar er lokað fyrir kalt vatn í hluta Þórunnarstrætis, Klettastígs, Hamarstígs og Helgamagrastrætis í dag þriðjudaginn 10. apríl. Lokað verður á meðan viðgerð stendur yfir, nánari upplýsingar verða birtar hér á heimasíðunni þegar þær liggja fyrir. ATH ! Varast ber að nota heita vatnið á meðan þar sem það er óblandað og getur því verið mjög heitt. SJÁ MEIRA MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á FYRIRSÖGN.

Aðalfundur Norðurorku hf. 2018

Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn í dag 6. apríl 2018. Eigendur félagsins eru sex sveitar­­félög, Þingeyjarsveit, Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Eyjafjarðar­sveit, Akureyrarbær og Hörgársveit. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Lokað frá kl. 14.45 á föstudag vegna ársfundar Norðurorku

Vegna ársfundar Norðurorku 2018 verður fyrirtækið lokað frá klukkan 14.45 föstudaginn 6. apríl.

Bilun á háspennustreng olli rafmagnsleysi

Bilun á háspennustreng milli dreifistöðvar 003 (Hafnarstræti 53) og dreifistöðvar 002 (neðst á Spítalavegi) orsakaði rafmagnsleysi á nokkuð stóru svæði milli kl. 17.30 og 18.00 í dag. Hægt var að koma rafmagni aftur á eftir öðrum leiðum um klukkan 18.00 og ættu því allir að vera komnir með rafmagn.

Að slá köttinn úr tunnunni

Að slá köttinn úr tunnunni er gamall siður á Akureyri. Um er að ræða danskan sið sem hingað barst á 19. öld. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Vöruflutningabíll valt inn á vatnsverndarsvæði Norðurorku

Aðfaranótt laugardagsins 27. janúar sl. valt vöruflutningabíll útaf þjóðvegi nr. 1 í Hörgárdal, inn á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Vatnsverndarsvæðið á Vöglum sér íbúum og fyrirtækjum á Akureyri fyrir köldu vatni. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.