13.06.2018
Vegna vinnu við dreifikerfið verður LOKAÐ fyrir KALT VATN við Grundargerði fimmtudaginn 14. júní. Áætlaður tími er frá kl. 10:00-12:00. Smellið á fyrirsögn fyrir frekari upplýsingar (mynd).
12.06.2018
Vegna vinnu við dreifikerfið verður LOKAÐ fyrir KALT VATN við Dalsbraut, Gleráreyrar og Klettaborg miðvikudaginn 13.júní. Áætlaður tími er frá kl. 20:00-24:00.
Varast ber að nota heita vatnið á meðan á lokuninni stendur þar sem það er óblandað og því MJÖG HEITT.
Sjá frekari upplýsingar með því að smella á fyrirsögn.
07.06.2018
Eftir vinnu í gær breyttist hópur starfsfólks Norðurorku, auk maka og barna, í „grænan her" og tók heldur betur til hendinni. Hópurinn skipti með sér verkum og fór í næsta nágrenni við höfuðstöðvar Norðurorku á Rangárvöllum og hreinsaði rusl. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.
06.06.2018
Norðurorka hf. óskar eftir að ráða aðalbókara til starfa á fjármálasviði fyrirtækisins. Starfið heyrir undir sviðstjóra á þjónustu- og fjármálasviði. Umsóknarfrestur er til 20. júní. Sjá nánar með því að smella á fyrirsögn.
30.05.2018
Í dag, miðvikudaginn 30. maí, voru undirritaðir í Sandgerðisbót á Akureyri samningar milli Norðurorku og verktakafyrirtækisins SS Byggis á Akureyri um byggingu hreinsistöðvar fráveitu.
29.05.2018
Miðvikudaginn 30. maí verður skrifað undir samning við SS Byggi um byggingu hreinsistöðvar fráveitu á Akureyri.
Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.
23.05.2018
Vegna vinnu við dreifikerfi verður lokað fyrir rafmagn í hluta Síðuhverfis fimmtudaginn 24. maí.
Áætlaður tími er 8:15 - 11:30.
Sjá nánar með því að smella á fyrirsögn.
22.05.2018
Undanfarin ár hefur verið stöðugur vöxtur í heitavatnsnotkun Akureyringa þannig að komið er að ákveðnum þáttaskilum í rekstri hitaveitunnar sem er nú, yfir köldustu vetrardagana, á fullum afköstum og lítið má út af bregða í rekstrinum.
Sjá meira með því að smella á fyrirsögn
18.05.2018
Vegna bilunar er LOKAÐ fyrir KALT VATN í hluta Þórunnarstrætis.
Varast ber að nota heita vatnið á meðan á lokuninni stendur þar sem það er óblandað og því MJÖG HEITT.
Sjá frekari upplýsingar með því að smella á fyrirsögn.
16.05.2018
Þriðjudaginn 15. maí tók Norðurorka þátt í Stelpur og tækni deginum sem haldinn var í Háskólanum á Akureyri.
Dagurinn er haldinn að fyrirmynd Girls in ICT Day sem haldinn er víða um heim.
Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.