Fréttir & tilkynningar

Rafmagnsrof 08.11. og 09.11. 2017 á hluta Eyrarinnar

Vegna vinnu við dreifikerfi verður LOKAÐ fyrir RAFMAGN á hluta Eyrarinnar. Áætlaður tími er frá kl. 22:30 miðvikudagskvöldið 08.11.2017 til 5:30 fimmtudagsmorguninn 09.11.2017. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Búið er að hleypa vatni á í Síðuhverfi

Búið er að hleypa vatni á í Síðuhverfi. Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið.

Lokað fyrir heitt vatn í hluta Síðuhverfis

Vegna bilunar verður LOKAÐ fyrir HEITT VATN í hluta Síðuhverfis á morgun, fimmtudaginn 26.10.2017. Áætlaður tími er frá kl. 08:00 og fram eftir degi eða þar til viðgerð lýkur. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Auglýst eftir umsóknum um styrk til samfélagsverkefna

Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2018. Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember 2017 og er gert ráð fyrir að styrkjum verði úthlutað fyrir miðjan janúar 2018. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Viðgerð lokið í Fjólugötu og Norðurgötu

Nú er viðgerð lokið í Fjólugötu/Norðurgötu og búið er að hleypa vatni á að nýju. Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið.

Lokað fyrir heitt vatn vegna bilunar

Vegna bilunar er LOKAÐ fyrir HEITT VATN í Fjólugötu og Norðurgötu 32, 33, 34, 35, 36 og 38 NÚ ÞEGAR í dag miðvikudaginn 11.10.2017. Sjá meira með því að smella á fyrirsögnina.

Rafhjól er ódýrt umhverfisvænt samgöngutæki

Norðurorka hefur undanfarin ár hvatt starfsfólk sitt til þess að ferðast til og frá vinnu á vistvænan máta. Í sumar tók starfsfólk Norðurorku sig saman um hópkaup á rafhjólum en keypt voru 30 reiðhjól af gerðinni Cube sem verslunin TRI í Reykjavík selur (www.tri.is). Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Metanframleiðslan komin í gang

Viðgerðum á gashreinsistöðinni er lokið og framleiðsla komin í gang á nýjan leik. Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.

Bilun í metanstöð

Vegna bilunar í hreinsistöð fyrir metan er ekki unnt að afgreiða metan frá afgreiðslustöð. Búið er að greina bilunina og er nú beðið eftir varahlutum frá Svíþjóð. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Breyting á verðskrá rafveitu þann 1. ágúst 2017

Þann 1. ágúst sl. hækkaði gjaldskrá rafveitu í kjölfar hækkunar Landsnets á flutningsgjaldi. Áhrifin hjá viðskiptavinum Norðurorku nema 2,65% á hverja kílóvattstund sem birtist þá sem hækkun á rafmagnsreikningum frá Norðurorku úr 6,40 kr. í 6,57 kr. fyrir hverja kílóvattstund.