Fréttir & tilkynningar

Þjónustuver lokað frá kl.13:00 föstudaginn 16. október 2015

Þjónustuver okkar er lokað í dag föstudaginn 16. október frá kl. 13:00 vegna kynnisferðar starfsfólks.

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2016

Norðurorka auglýsir lausa til umsóknar styrki til samfélagsverkefna fyrir árið 2016.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra í heimsókn hjá Norðurorku

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir kom til Akureyrar s.l. mánudag og heimsótti ýmis fyrirtæki á svæðinu og þar með talið Norðurorku og dótturfélag þess Vistorku.

Fullnaðarviðgerð í hesthúsahverfinu Breiðholti er lokið

Fullnaðarviðgerð er nú lokið í hesthúsahverfinu Breiðholti.

Enn er unnið að fullnaðarviðgerð í hesthúsahverfinu Breiðholti

Enn er unnið að fullnaðarviðgerð í hesthúsahverfinu Breiðholti og er óljóst hvenær henni lýkur. Nánari upplýsingar verða settar hér inn á heimasíðuna eftir þörfum.

Rafmagnstruflanir í hesthúsahverfinu Breiðholti föstudagskvöldið 11. september

Rafmagn fór af hesthúsahverfinu Breiðholti. Unnið er að bráðabirgðartengingu og er reiknað með að rafmagn verði komið á innan skamms. Búast má við einhverjum vatnstruflunum á svæðinu sem orsakast af því að dælur hafa slegið út. Fullnaðarviðgerð lýkur á morgun.

Borun lokið á Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði

Endurnýjun á 50 ára gamalli borholu á Skeggjabrekkudal er lokið með borun niður á 270 metra dýpi. Borað var við hlið eldri holu sem seinni árin hefur verið til vandræða. Sjá nánar með því að smella á frétt.

Rafmagnið er komið á í Naustahverfi

Rafmagn er nú komið á í Naustahverfi og er viðgerð lokið. Viðskiptavinir eru beðnir afsökunar á þeim óþægindum sem tafirnar kunna að hafa valdið.

Ennþá er rafmagnslaust í efri hluta Naustahverfis (Uppfært kl. 16.30).

Vegna bilunar í búnaði náðist ekki að opna fyrir rafmagn á ætluðum tíma. Unnið er að viðgerð og er reiknað með að henni verði lokið kl. 20.00. Sjá nánar með því að smella á frétt.