03.02.2016
Norðurorka undirbýr mat á umhverfisáhrifum hreinisstöðvar fráveitu á Akureyri.
Verkið er unnið samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð nr. 660/2015 en framkvæmdin er matsskyld samkvæmt tölulið 11.04 í fyrsta viðauka laganna. Með matinu eru könnuð nánar umhverfisáhrif hreinsistöðvarinnar.
02.02.2016
Norðurorka hf. tók við rekstri fráveitu á Akureyri í upphafi árs 2014 og hefur síðan verið unnið markvisst að endurskipulagningu og úrbótum á veitunni. Stærsta einstaka verkefnið sem fyrir liggur er bygging hreinsistöðvar og nýrrar útrásar við Sandgerðisbót.
29.01.2016
Viðgerð er nú að ljúka í Víðilundi og búið að opna fyrir kalt vatn.
29.01.2016
Vegna bilunar er nú lokað fyrir kalt vatn í Víðilundi
26.01.2016
Nú geta Akureyringar nálgast GRÆNU TREKTINA í þjónustuveri Norðurorku, þjónustuanddyrir Ráðhússins og á gámasvæðinu Réttarhvammi frá og með næstkomandi fimmtudegi. Þá verður trektin kynnt á Glerártorgi á föstudaginn milli kl. 16:00 og 18:30 og laugardaginn kl. 12:00 - 16:00.
25.01.2016
Norðurorka óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við framlengingu á útrásarlögn við athafnasvæði Nökkva við Drottningarbraut.
Útboðsgögn verða afhent frá og með miðvikudeginum 27. janúar á rafrænu formi.
Þeim sem hafa áhuga á því að bjóða í verkið er bent á að senda tölvupóst til þjónustuvers Norðurorku, netfangið no@no.is , eða hringja í síma 460-1300 og óska eftir útboðsgögnum.
25.01.2016
Norðurorka hf. óskar eftir að ráða verkstjóra á framkvæmdasviði. Verkstjóri skipuleggur verkefni vélaverkstæðis og vinnuflokka veitukerfa og hefur umsjón með daglegri stjórnun þeirra
08.01.2016
Í dag var skrifað undir samning milli Norðurorku hf. og Menningarfélags Akureyrar um að Norðurorka verði bakhjarl Menningarfélagsins næstu þrjú árin.
07.01.2016
Í dag voru styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna afhentir við athöfn í matsal félagsins að Rangárvöllum. Alls voru afhentir styrkir til 43 verkefna.
06.01.2016
Norðurorka hf. og Listasafnið hafa gengið frá samningi þess efnis að Norðurorka verði bakhjarl safnsins næstu þrjú árin.