Fréttir & tilkynningar

Búið er að hleypa heitu vatni á

Vinna við að fjarlægja brunna í Álfabyggð hefur gengið samkvæmt áætlun og búið er að hleypa vatni á kerfið.

Áhrifasvæði lokunar hitaveitu er stærra en áætlað var í fyrstu

Í ljós hefur komið að áhrifasvæði lokunarinnar aðfararnótt fimmtudagsins 4. september verður stærra en ætlað var í fyrstu. Kemur það til sökum þess að líkur eru til þess að dælur á neðra þrýstisvæði hitaveitunar muni ekki ná að halda uppi nægum þrýstingi á efsta hluta þess.

Lokun hitaveitu vegna brunnavinnu

Vegna vinnu við að fjarlægja brunna þarf að loka fyrir heita vatnið á stóru svæði á suður brekkunni, Mýrarhverfi, Gerðarhverfi og Lundahverfi á Akureyri (sjá nánar á mynd) frá kl. 04:00 aðfaranótt fimmtudagsins 4. september og fram eftir kvöldi á fimmtudaginn.

Metanstöðin hefur verið opnuð

Metan afgreiðslan við gatnamót Miðhúsabrautar og Miðhúsavegar hefur verið opnuð.

Metanverkefni Norðurorku á lokasprettinum

Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á metanverkefni Norðurorku. Öllum framkvæmdum er lokið og unnið að prófunum á öllum búnaði með fulltrúum frá framleiðendum hreinsistöðvar, þjöppustöðvar og afgreiðslubúnaðar.

Lokað fyrir heita vatnið í hluta Ránargötu, Eyrarvegar og Grenivalla vegna viðgerða

Lokað verður fyrir heita vatnið í hluta Ránargötu, Eyrarvegar og Grenivalla vegna viðgerðar á hitaveitulögn fimmtudaginn 14. ágúst frá kl. 8:00 og fram eftir degi.

Bilun í hitaveitu - lokað fyrir vatn í Ránargötu og Grenivöllum

Vegna bilunar í hitaveitulögn þurfti að loka án fyrirvara fyrir heita vatnið í hluta Ránargötu og Grenivöllum.

Framkvæmdir við Gilsbakkaveg

Vegna vinnu við brunn í Gilsbakkavegi er nauðsynlegt að loka götunni við hús númer 11, dagana 11. til og með 15. ágúst.

Vatni hefur verið hleypt á í Giljahverfi

Tengingum á stofnlögn við Hlíðarbraut er lokið og búið að hleypa vatni á (kl. 20:10).

Framkvæmdir við Hlíðarbraut ganga samkvæmt áæltun

Framkvæmdir við Hlíðarbraut ganga samkvæmt áæltun og gert er ráð fyrir að hægt verði að hleypa vatni á kerfið fljótlega upp úr kl. 19:00.