Fréttir & tilkynningar

Heitt vatn í Vaðlaheiðargöngum

Eins og fram hefur komið í fréttum komu bormenn Vaðlaheiðaganga inn á vatnsæð í göngunum sem er tæplega 50°C heit. Strax við hönnun gangnanna var gert ráð fyrir þeim möguleika að þau hittu á vatnsæðar í berginu og af þeirri ástæðu gerðu Vegagerðin og Norðurorka hf. með sér samkomulag árið 2011 sem fól í sér viðbrögð við mögulegri vatnsþurrð í kaldavatnsbólum í heiðinni.

Hola LN-12 á Laugalandi orðin hrein

Svo virðist sem hola LN-12 á Laugalandi sé búin að hreinsa sig af leirnum sem komst í hana fyrir helgi.

Skolað undan holu LN-12 á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit

Enn ber á leir í vatninu úr holu LN-12 á Laugalandi.

Leirlitað hitaveituvatn

Í dag fór að bera á leirlituðu hitaveitu vatni í Eyjafjarðarsveit austanverðri. Í fyrstu var búist við því að leirinn skolaðist út framarlega í dreifikerfinu en nú er ljóst að svo er ekki. Fyrir liggur að leirlitaða vatnið kemur úr borholu á Laugalandi (LN-12) og eru ástæður þess líklega þær að einhver hreyfing hefur orðið á borholuvegg í þessari borholu.

Heita vatnið leirlitað í austanverðri Eyjafjarðarsveit

Nokkuð hefur borið á því að heita vatnið sé leirlitað í Eyjafjarðarsveit austanverðri.

Norðurorka hf. auglýsir lausa stöðu umsjónarmanns fasteigna

Við leitum að starfsmanni í stöðu umsjónarmanns fasteigna.

Rúmlega 20 umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á framkvæmdasviði

Rúmlega 20 umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á framkvæmdasviði.

Norðurorka semur við Þekkingu

Norðurorka hefur samið við Þekkingu um tölvuþjónustu.

Laus staða við fráveitu

Norðurorka auglýsir lausa stöðu starfsmanns við fráveitu. Umsóknarfrestur er til 14. febrúar n.k.

Viðgerðinni í Drekagili lokið

Lokið er viðgerð á kaldavatnslögn í Drekagili og verið að hleypa vatni á lögnina (kl. 23:00).