Fréttir & tilkynningar

Lokað verður fyrir heitt vatn í hluta Síðuhverfis á morgun fimmtudag 3. apríl

Vegna lokaviðgerðar í brunni á mótum Vestursíðu og Bugðusíðu þarf að taka heita vatnið af á stóru svæði í fyrramálið 3. apríl frá kl.8:00 og fram eftir degi

Vatni hefur verið hleypt á í Síðuhverfi

Viðgerð á bilun í brunni við Bugðusíðu er lokið og búið að hleypa vatni á dreifikerfið.

Viðgerð á hitaveitulögn við Bugðusíðu gengur vel

Vinna við viðgerð á hitaveitulögn við Bugðusíðu gengur vel. Vonast er til að hægt verði að hleypa vatni á kerfið á bilinu 21:30 til 22:00.

Bilun í brunni á mótum Vestursíðu og Bugðusíðu, taka þarf heita vatnið af á stóru svæði.

Vegna bilunar í brunni á mótum Vestursíðu og Bugðusíðu þarf að taka heita vatnið af á stóru svæði. Óvíst er hvers eðlis bilunin er og því ekki hægt að segja til um hversu lengi vatnslaust verður.

Bilun í brunni á mótum Vestursíðu og Bugðusíðu, taka þarf heita vatnið af á stóru svæði.

Vegna bilunar í brunni á mótum Vestursíðu og Bugðusíðu þarf að taka heita vatnið af á stóru svæði. Óvíst er hvers eðlis bilunin er og því ekki hægt að segja til um hversu lengi vatnslaust verður.

Kalda vatnið komið á í Hlíðunum

Búið er að gera við bilun í Hlíðunum og vatni hefur verið hleypt á kerfið.

Lokað fyrir kalda vatnið

Lokað var fyrir kalda vatnið í hluta Skarðshlíðar og hluta Höfðahlíðar í dag vegna viðgerða. Eftir að lokun var framkvæmd kom í ljós að stærra svæði fór út en ætlað var.

Aðalfundur Norðurorku hf.

Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn í dag 21. mars og var dagskrá í samræmi við samþykktir félagsins. Rekstur Norðurorku gekk vel á árinu 2013. Ársvelta samstæðunnar var tæplega 2,6 milljarðar króna. Hagnaður ársins var 569 milljónir króna, eftir skatta og eigið fé tæplega 6,3 milljarðar króna. Á aðalfundi í dag var ákveðið að greiða 15% arð til hluthafa eða um 127 milljónir króna. Samstæðureikningur samanstendur af rekstri Norðurorku, dótturfélagsins Fallorku ehf. og áhrifa hlutdeildar félaganna Tengis hf. og Norak ehf., en rekstur þeirra allra gekk vel á árinu, sérstaklega þó Fallorku.

Aðalfundur Norðurorku hf.

Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn í dag 21. mars og var dagskrá í samræmi við samþykktir félagsins. Rekstur Norðurorku gekk vel á árinu 2013. Ársvelta samstæðunnar var tæplega 2,6 milljarðar króna. Hagnaður ársins var 569 milljónir króna, eftir skatta og eigið fé tæplega 6,3 milljarðar króna. Á aðalfundi í dag var ákveðið að greiða 15% arð til hluthafa eða um 127 milljónir króna. Samstæðureikningur samanstendur af rekstri Norðurorku, dótturfélagsins Fallorku ehf. og áhrifa hlutdeildar félaganna Tengis hf. og Norak ehf., en rekstur þeirra allra gekk vel á árinu, sérstaklega þó Fallorku.

Ársfundi Norðurorku hf. frestað

Ákveðið hefur verið að fresta ársfundi Norðurorku hf. til föstudagsins 11. apríl nk. Mikil óvissa er um samgöngu í lofti og á láði. Því er óvíst hvort fyrirlesarar og gestir sem eiga um lengri veg að fara komist til Akureyrar.