27.11.2013
Í gær kom fram bilun í stofnlögn hitaveitu við Hlíðarbraut. Viðgerð hófst í dag og mun standa fram eftir degi.
19.11.2013
Krakkar úr 9. bekk Glerárskóla komu í heimsókn í Glerárstöð í dag.
15.11.2013
Núna á haustdögum hefur verið unnið að frekari vatnsöflun fyrir vatnsveitu í Svalbarðsstrandarhreppi í landi Garðsvíkur. Starfsmenn verktakafyrirtækisins Skútabergs boruðu skáhalt inn í klettana á lindasvæðinu. Strax eftir borun á holunni sem er um 100 metra djúp mældist rennsli úr henni 9 lítrar á sekúndu og hitastig vatnsins var 6,5°C, en hitastig vatnsins úr Garðsvíkur lindunum er einmitt heldur hærra en á öðrum lindarsvæðum Norðurorku.
18.10.2013
Rúmlega 700 viðskiptavinir Norðurorku hf. hafa fengið senda ranga reikninga til sín síðastliðna daga. Ljóst er að sérkennileg og enn óútskýrð mistök hafa verið gerð og eru viðskiptavinir beðnir velvirðingar á þessum mistökum.
09.10.2013
Unnið er að viðgerð á aðveituæð frá Laugalandi í Eyjafirði að dælustöð við Þórunnarstræti.
03.10.2013
Ellefu mánuði ársins eru orkureikningar byggðir á áætlun um orkunotkun sem við reynum að láta endurspegla sem best raunverulega notkun.
25.09.2013
Norðurorka hf. og Menningarhúsið Hof hafa gengið frá bakhjarlasamningi fyrir starfsárið 2013 - 2014. Samningurinn felur í sér að Norðurorka styrkir starfsemina í Hofi og Menningarhúsið kynnir Norðurorku sem bakhjarl sinn. Af hálfu Norðurorku er lögð áhersla á að bakhjarlastyrkur félagsins sé nýttur til að bjóða upp á opna viðburði sem standa til boða án sérstakra greiðslu.
25.09.2013
Norðurorka hf. og Menningarhúsið Hof hafa gengið frá bakhjarlasamningi fyrir starfsárið 2013 - 2014. Samningurinn felur í sér að Norðurorka styrkir starfsemina í Hofi og Menningarhúsið kynnir Norðurorku sem bakhjarl sinn. Af hálfu Norðurorku er lögð áhersla á að bakhjarlastyrkur félagsins sé nýttur til að bjóða upp á opna viðburði sem standa til boða án sérstakra greiðslu.
24.09.2013
Fallorka ehf. hefur gengið frá samningi við Akureyrarbæ um heimild til þess að nýta vatnsréttindi Glerár jafnframt því sem Akureyrarbær fer í vinnu við nauðsynlegar breytingar á skipulagi svo að byggingu virkjunarinnar geti orðið.
24.09.2013
Fallorka ehf. hefur gengið frá samningi við Akureyrarbæ um heimild til þess að nýta vatnsréttindi Glerár jafnframt því sem Akureyrarbær fer í vinnu við nauðsynlegar breytingar á skipulagi svo að byggingu virkjunarinnar geti orðið.