Fréttir & tilkynningar

Vorfundur Samorku haldið í Menningarhúsinu Hofi

Vorfundur Samorku, samtaka orkufyrirtækja er haldið á Akureyri dagana 14. og 15. maí.

Kaldavatnslaust í Lyngholti

Vegna framkvæmda við vatnsveitu er nauðsynlegt að loka fyrir kalda vatnið á morgun þriðjudaginn 13. maí frá kl. 8:30 og fram eftir degi í Lyngholti.

Straumleysis og spennusveiflur á Norður- og Austurlandi

Í frétt á heimasíðu Landsnets kemur fram að ástæður spennusveiflna í raforkukerfinu á Norður- og Austurlandi á mánudagskvöld, í kjölfar truflunar í raforkukerfinu á Suðvesturlandi, eru fyrst og fremst raktar til þess að rekstur byggðalínunnar er kominn að þanmörkum. Straumlaust varð víða um tíma eystra og fregnir hafa borist af tjóni á raftækjum Norðan- og Austanlands.

Orkukostnaður lægstur á Akureyri

Samkvæmt útreikningum Orkustofnunar er kostnaður við raforkunotkun og húshitun lægstur á Akureyri.

Vegna endurbóta á dreifikerfi þarf að taka af rafmagnið í hluta miðbæjarins og hluta brekkunnar

Vegna endurbóta á dreifikerfi þarf að taka af rafmagnið í miðbænum og á brekkunni á morgun fimmtudaginn 8. maí frá kl. 6:00 til kl. 10:00.

Kaldavatnslaust í Áshlíð og hluta Höfðahlíðar

Vegna framkvæmda við vatnsveitu er nauðsynlegt að loka fyrir kalda vatnið á morgun fimmtudaginn 8. maí frá kl. 8:00 og fram eftir í Áshlíð og hluta Höfðahlíðar, sbr. nánar hér fyrir neðan.

Lokað fyrir kalda vatnið í hluta Hlíðarhverfis og í Lyngholti

Vegna framkvæmda við vatnsveitu er nauðsynlegt að loka fyrir kalda vatnið á morgun föstudaginn 2. maí frá kl. 8:00 og fram eftir degi.

Skerðingu á raforkuflutningi aflétt

Landsnet hefur aflétt skerðingu á raforkuflutningi sem ákveðin var í síðustu viku.

Framkvæmdir við fráveitu gengu vel

Framkvæmdir við breytingar á tengingum í fráveitu gengu vel og voru skólpdælur gangsettar um kl. 15:00.

Framkvæmdir við fráveitu - dælustöðvar fara á yfirfall

Vegna framkvæmda við fráveitukerfið á Akureyri næstkomandi mánudag 28. apríl þarf að slökkva á skólpdælustöðvum í Hafnarstræti, við Torfunef, í Laufásgötu og á Silfurtanga.