Fréttir & tilkynningar

Ársfundur Norðurorku

Ársfundur Norðurorku hf. verður haldinn föstudaginn 21. mars nk. kl. 15:00 í Menningarhúsinu Hofi. Á fundinum eru spennandi erindi sem í tilefni 100 ára afmæli vatnsveitu á Akureyri árið 2014 er tileinkuð vatni. Þess ber að geta að næsta haust mun Norðurorka hf. standa fyrir opnu málþingi í tilefni afmælisársins og verður hún nánar kynnt þegar nær dregur.

Fráveitumál

Eins og fram er komið tók Norðurorka við rekstri fráveitu Akureyrarbæjar um síðastliðin áramót. Í samningi Norðurorku hf. og Akureyrarbæjar er gert ráð fyrir ákveðnum aðlögunartíma þar sem yfirfærsla sem þessi tekur alltaf ákveðinn tíma. Frá áramótum hefur markvisst verið unnið að yfirfærslunni.

Rafmagnsrof 26.02.2014

Vegna tengina verður rafmagn tekið af aðfaranótt miðvikudags 26.02.2014 Kl. 00:30 - 05:00 í Víðilundi, Akurgerði, Einilundi og Kaupangi v/ Mýrarveg.

Norðurorka styður við rannsóknasjóð Háskólans á Akureyri

Háskólinn á Akureyri og Norðurorka undirrituðu í dag samning um eflingu rannsókna við skólann Samningurinn felur í sér að Norðurorka styrkir rannsóknarstarf við Háskólan með framlagi í Rannsóknarsjóð skólans. Um er að ræða árleg framlög 2014, 2015 og 2016.

Heitt vatn í Vaðlaheiðargöngum

Eins og fram hefur komið í fréttum komu bormenn Vaðlaheiðaganga inn á vatnsæð í göngunum sem er tæplega 50°C heit. Strax við hönnun gangnanna var gert ráð fyrir þeim möguleika að þau hittu á vatnsæðar í berginu og af þeirri ástæðu gerðu Vegagerðin og Norðurorka hf. með sér samkomulag árið 2011 sem fól í sér viðbrögð við mögulegri vatnsþurrð í kaldavatnsbólum í heiðinni.

Hola LN-12 á Laugalandi orðin hrein

Svo virðist sem hola LN-12 á Laugalandi sé búin að hreinsa sig af leirnum sem komst í hana fyrir helgi.

Skolað undan holu LN-12 á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit

Enn ber á leir í vatninu úr holu LN-12 á Laugalandi.

Leirlitað hitaveituvatn

Í dag fór að bera á leirlituðu hitaveitu vatni í Eyjafjarðarsveit austanverðri. Í fyrstu var búist við því að leirinn skolaðist út framarlega í dreifikerfinu en nú er ljóst að svo er ekki. Fyrir liggur að leirlitaða vatnið kemur úr borholu á Laugalandi (LN-12) og eru ástæður þess líklega þær að einhver hreyfing hefur orðið á borholuvegg í þessari borholu.

Heita vatnið leirlitað í austanverðri Eyjafjarðarsveit

Nokkuð hefur borið á því að heita vatnið sé leirlitað í Eyjafjarðarsveit austanverðri.

Norðurorka hf. auglýsir lausa stöðu umsjónarmanns fasteigna

Við leitum að starfsmanni í stöðu umsjónarmanns fasteigna.