Fréttir & tilkynningar

Loka þarf fyrir heita vatnið í Giljahverfi, Hálöndum o.fl.

Vegna vinnu við bilun á stofnlögn þarf að taka heita vatnið af fimmtudaginn 9. janúar nk. í hluta Giljahverfis, Pálmholti, Réttarhvammi, Rangárvöllum, Hlíðarvöllum, Glerá, Hlíðarenda, Hálöndum, Hesjuvöllum og hesthúsahverfinu (Safírstræti og í Skjólunum).

Norðurorka tekur yfir fráveitu Akureyarbæjar

Í dag var undirritaður samningur um yfirtöku Norðurorku hf. á fráveitu Akureyrarbæjar.

Verðskrá hitaveitu og rafveitu óbreytt milli ára

Verðskrá hitaveitu og rafveitu Norðurorku hf. er óbreytt milli ára. Verðskrá vatnsveitu hækkar um 4%. Tengigjöld hækka einnig um 4%.

Björgunarsveitin Súlur eignast nýjan bakhjarl

Stjórn Norðurorku hf. samþykkti á fundi sínum í desember að styrkja Björgunarsveitina Súlur á Akureyri næstu þrjú árin með því að vera bakhjarl áramóta flugeldasýningar sveitarinnar.

Rekstraröryggi aukið með varaaflsstöðvum

Markvisst hefur verið unnið að því á þessu ári að auka rekstraröryggi hitaveitna Norðurorku með því að koma upp varaafli fyrir dælustöðvar.

Viðgerð á stofnlögn við Hlíðarbraut lokið

Lokið er viðgerð á stofnlögn við Hlíðarbraut og búið að hleypa vatni á.

Bilun í hitaveitulögn við Hlíðarbraut

Í gær kom fram bilun í stofnlögn hitaveitu við Hlíðarbraut. Viðgerð hófst í dag og mun standa fram eftir degi.

Glerárskóli í heimsókn í Glerárvirkjun

Krakkar úr 9. bekk Glerárskóla komu í heimsókn í Glerárstöð í dag.

Borun eftir köldu vatni í Garðsvík lofar góðu

Núna á haustdögum hefur verið unnið að frekari vatnsöflun fyrir vatnsveitu í Svalbarðsstrandarhreppi í landi Garðsvíkur. Starfsmenn verktakafyrirtækisins Skútabergs boruðu skáhalt inn í klettana á lindasvæðinu. Strax eftir borun á holunni sem er um 100 metra djúp mældist rennsli úr henni 9 lítrar á sekúndu og hitastig vatnsins var 6,5°C, en hitastig vatnsins úr Garðsvíkur lindunum er einmitt heldur hærra en á öðrum lindarsvæðum Norðurorku.

Mistök í reikningagerð

Rúmlega 700 viðskiptavinir Norðurorku hf. hafa fengið senda ranga reikninga til sín síðastliðna daga. Ljóst er að sérkennileg og enn óútskýrð mistök hafa verið gerð og eru viðskiptavinir beðnir velvirðingar á þessum mistökum.