Fréttir & tilkynningar

Metanstöð á Akureyri – seinkun á afhendingu búnaðar

Ljóst er að allnokkur seinkun verður á því að hægt verði að hefja vinnslu hauggass frá urðunarstaðnum á Glerárdal við Akureyri. Tafirnar stafa af seinkun á afhendingu hreinsistöðvar frá framleiðanda hennar, Flotech í Svíþjóð. Áætlanir nú gera ráð fyrir að sala metangass geti hafist fyrir áramót.

Bilun í Reykjaveitu í Fnjóskadal - heitavatnslaust 4. júní

Vegna bilunar í stofnlögn hitaveitunnar þarf að taka vatnið af frá kl. 8.30 og fram eftir degi þriðjudaginn 4. júní.

Bilun í Reykjaveitu í Fnjóskadal - heitavatnslaust 4. júní

Vegna bilunar í stofnlögn hitaveitunnar þarf að taka vatnið af frá kl. 8.30 og fram eftir degi þriðjudaginn 4. júní.

Tölvupóstþjónn Norðurorku orðinn virkur á ný

Tölvupóstþjónn Norðurorku er orðinn virkur á ný og vonum við að allur póstur okkur sendur á tímabilinu frá því síðdegis á mánudaginn og þar til í nótt verði með réttum skilum til okkar.

Tölvupóstþjónn Norðurorku er óvirkur

Tölvupóstþjónn Norðurorku er óvirkur og hefur verið frá því í gær.

Framkvæmdir í Miðbæ ganga vel

Framkvæmdir í Kaupvangsstræti og Skipagötu eru á áætlun og ganga vel. Gert er ráð fyrir að hægt verði að opna fyrir umferð fyrir helgina.

Framkvæmdir hafa gengið vel og verður heita vatninu hleypt á innan skamms

Framkvæmdir í miðbænum hafa gengið vel og verið er að hleypa vatninu á þessa stundina. Hafa ber í huga að það getur tekið nokkurn tíma að byggjast upp eðlilegur þrýstingur.

Brunnar fjarlægðir

Við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir um það hvað felist í því að fjarlægja brunna.

Vegna óvæntra atvika þarf að taka heita vatnið af í dag

Vegna óvæntra atvika í vinnu við brunna í miðbænum þarf að taka heita vatnið af þegar í stað en ekki á morgun 28. maí eins og til stóð. Heita vatnið fer af hluta Miðbæjarins og af Innbænum. Gert er ráð fyrir að heitavatnslaust verði fram á kvöld.

Hreinsunarátak starfsfólks Norðurorku

Miðvikudaginn 22. maí fór starfsfólk Norðurorku ásamt fjölskyldum sínum í hreinsunarátak á svæðinu frá Glerárvirkjun upp að starfsstöð Norðurorku að Rangárvöllum.