Fréttir & tilkynningar

Norðurorka hf. bakhjarl Iðnaðarsafnsins

Norðurorka hf. er bakhjarl Iðnaðarsafnsins á Akureyri en skrifað var undir samning þar að lútandi í dag.

Skólaheimsókn í Glerárvirkjun

Norðurorka tekur gjarnan á móti nemendum grunnskóla á starfssvæði sínu í heimsókn. Nemendur í tæknivali Lundaskóla komu í heimsókn og veltu fyrir sér stöðuorku og hreyfiorku.

Tilboð í lagnavinnu fyrir fyrirhugaða metanstöð opnuð

Í dag voru opnuð tilboð í lagningu gaslagna fyrir metanstöð Norðurorku hf.

Lokað fyrir heita vatnið vegna bilunar í Giljahverfi

Vegna viðgerðar á bilun í hitaveitu þarf að loka fyrir heita vatnið fimmtudaginn 18. apríl í hluta af Giljahverfi og iðnaðarsvæðinu við Réttarhvamm, Rangárvelli og Hlíðarvelli. Þá fer vatnið einnig af hesthúsahverfinu Hlíðarholti, bæjunum Hlíðarenda og Glerá og frístundahúsabyggðinni Hálöndum.

Ársfundur Norðurorku hf. 2013

Samhliða aðalfundi Norðurorku hf. 2013 var haldinn ársfundur félagsins þar sem flutt voru ýmis erindi.

Ársfundur Norðurorku hf. 2013

Samhliða aðalfundi Norðurorku hf. 2013 var haldinn ársfundur félagsins þar sem flutt voru ýmis erindi.

Aðalfundur Norðurorku hf. árið 2013

Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn í dag 22. mars og var dagskrá í samræmi við samþykktir félagsins. Rekstur Norðurorku gekk vel á árinu 2012. Ársvelta samstæðunnar var rúmlega 2,7 milljarðar króna. Hagnaður ársins var 710 milljónir króna, eftir skatta og eigið fé tæplega 5,8 milljarðar króna. Á aðalfundi í dag var ákveðið að greiða 129 milljónir króna í arð til eigenda. Samstæðureikningur samanstendur af rekstri Norðurorku, dótturfélagsins Fallorku ehf. og áhrifa hlutdeildar félaganna Tengis hf. og Norak ehf. , en rekstur þeirra allra gekk vel á árinu.

Aðalfundur Norðurorku hf. árið 2013

Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn í dag 22. mars og var dagskrá í samræmi við samþykktir félagsins. Rekstur Norðurorku gekk vel á árinu 2012. Ársvelta samstæðunnar var rúmlega 2,7 milljarðar króna. Hagnaður ársins var 710 milljónir króna, eftir skatta og eigið fé tæplega 5,8 milljarðar króna. Á aðalfundi í dag var ákveðið að greiða 129 milljónir króna í arð til eigenda. Samstæðureikningur samanstendur af rekstri Norðurorku, dótturfélagsins Fallorku ehf. og áhrifa hlutdeildar félaganna Tengis hf. og Norak ehf. , en rekstur þeirra allra gekk vel á árinu.

Svalbarðsstrandarveita komin í lag

​Öll sýni sem tekin voru fyrir helgi komu vel út og hefur heilbrigðisfulltrúi nú heimilað hefðbundna vatnsnotkun á ný. Þar með er aflétt þeim takmörkunum sem voru á neyslu vatns öðruvísi en að það væri soðið áður.

Íbúar í Svalbarðsstrandarhreppi áfram beðnir að sjóða neysluvatn

Enn er nauðsynlegt fyrir íbúa í Svalbarðsstrandarhreppi að sjóða neysluvatn sitt.