10.08.2012
Norðurorka vill ítreka tilmæli til viðskiptavina sinna um að fara sparlega með kalda vatnið.
09.08.2012
Þar sem vatnsstaða í miðlunargeymum er komin niður fyrir öryggismörk eru akureyringar beðnir að fara mjög sparlega með neysluvatnið.
08.08.2012
Á fimmtudögum í sumar standa afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri fyrir svo nefndum afmælisgöngum í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar. Göngurnar eru kl. 20:00 á fimmtudögum. Fimmtudaginn 9. ágúst er gangan í samstarfi við Norðurorku hf.
19.07.2012
Á komandi hausti verða liðin 90 ár frá því vélarnar í Glerárvirkjun voru reyndar í fyrsta skipti.
11.07.2012
Nemendur Jarðhitaskóla Sameinuðuþjóðanna komu í heimsókn í Norðurorku og fengu kynningu á starfsemi félagsins.
09.07.2012
Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna var stofnaður árið 1979 með samstarfi Íslenska ríkisins og Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
05.07.2012
Eftir rýni á spálíkani um vinnanlegt magn hauggass á Glerárdal er ljóst að áður gefnar forsendur fyrir vinnslunni hafa breyst verulega.
04.07.2012
PCC Bakki Silicon hf. sem er íslenskt dótturfélag PCC SE í Þýskalandi hefur skrifað undir samning við Landsvirkjun um kaup á raforku unninni úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Fyrirtækið hyggst reysa kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík og gera áætlanir ráð fyrir að orkuþörfin verði 52 MW að afli eða 456 GWstundir af raforku á ári. Er þá miðað við að framleidd verði allt að 32 þúsund tonn af kísilmálmi árlega en stefnt er að því að framleiðsla hefjist í árslok 2015.
28.06.2012
Rafmagnslaust varð í hverfum norðan Glerár um kl. 8.30 og var komið rafmagn á öll hverfi um kl. 10.00.
21.06.2012
Í dag fimmtudaginn 21. júní voru styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna afhentir við hátíðlega athöfn í sal Norðurorku að Rangárvöllum á Akureyri.