Fréttir & tilkynningar

Framkvæmdir við brunna í Gránufélagsgötu (við Sjallann) og í Strandgötu ganga vel.

Framkvæmdir við brunna í Gránufélagsgötu (við Sjallann) og í Strandgötu ganga vel og er áætlað að byrjað verði að hleypa vatninu á stofnlagnir um kvöldmatarleytið. Vatninu er hleypt mjög rólega á, þannig að fullur þrýstingur kemst ekki á fyrr en síðar í kvöld.

Viðgerð á vatnsveitu í Hrísey gekk vel

Viðgerð á vatnsveitunni í Hrísey gekk vel og full þjónusta komin á hafnarsvæðinu að nýju.

Truflun á afhendingu vatns í Hrísey

Bilun er í vatnsveitu Norðurorku í Hrísey, og vegna þess er truflun á afhendingu vatns á hafnarsvæðinu.

Frekari framkvæmdir - lokað fyrir heita vatnið

Í næstu viku verður framhald á vinnu við brunna á miðbæjarsvæðinu á Akureyri og því nauðsynlegt að loka fyrir heita vatnið á all stóru svæði í miðbænum og á eyrinni þriðjudaginn 22. maí n.k. frá kl. 9.00 og fram eftir degi.

Framkvæmdir í Brekkugötu gengu vel

Framkvæmdir í Brekkugötu gengu vel og búið er að hleypa vatni á kerfið.

Lokað fyrir heita vatnið á Brekkunni og Eyrinni

Vegna framkvæmda við dreifikerfi hitaveitu þarf að loka fyrir vatnið fimmtudaginn 10. maí frá kl. 9.00 og fram eftir degi. Lokunin tekur til hluta af Brekkunni og hluta af Eyrinni.

Framkvæmdir við Vestursíðu

Byrjað var að hleypa vatninu á lagnir fyrir skömmu.

Vestursíða - lokun fyrir hitaveitu

Vegna framkvæmda við hitaveitu í Vestursíðu þarf að loka fyrir vatnið á morgun, fimmtudaginn 3. maí frá kl. 7:45 og fram eftir degi.

Forstjóraskipti hjá Norðurorku hf.

Í dag tók nýr forstjóri Norðurorku hf. Helgi Jóhannesson til starfa hjá fyrirtækinu.

Forstjóraskipti hjá Norðurorku hf.

Í dag tók nýr forstjóri Norðurorku hf. Helgi Jóhannesson til starfa hjá fyrirtækinu.