31.08.2012
Í tilefni af 150 ára kaupstaðarafmæli Akureyrarbæjar samþykkti stjórn Norðurorku hf. að færa bænum að gjöf söguvörður, en formleg afhjúpun þeirra fer fram kl. 10.00 laugardaginn 1. september á mótum Hafnarstrætis og Aðalstrætis (norðaustan við íbúðina Brynju) þar sem ein af vörðunum stendur.
29.08.2012
Í dag 29. ágúst 2012 minnast Akureyringar þess að 150 ár eru liðin frá því að bærinn hlaut kaupstaðarréttindi. Reyndar er það svo að hátíðarhöldin hafa staðið yfir allt árið en ná hápunkti sínum í afmælisvikunni.
16.08.2012
Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hf. hefur ritað eftirfarandi grein í kjölfar þess að Akureyringar voru í síðustu viku beðnir að spara kalda vatnið. Sögulega hefur á ýmsu gengið í vatnsöflun fyrir Akureyri frá því fyrstu vatnsveiturnar voru stofnaðar á fyrsta áratug síðustu aldar en auðvitað bregður okkur þegar ekki hefur þurft að biðja bæjarbúa að spara vatn sl. áratugi.
Helgi leggur áherslu á að þegar vatnsstaða í miðlunargeymum fer niðurfyrir öryggismörk þá kalli það á aðgerðir en það var einmitt það sem gerðist sl. fimmtudag.
15.08.2012
Garðsvíkurlindir eru ofan við bæinn Garðsvík á Svalbarðsströnd og þjóna vatnsveitu Norðurorku í Svalbarðsstrandarhreppi.
14.08.2012
Ágætt jafnvægi r nú komið á vatnsbúskap vatnsveitu Norðurorku á Akureyri og ástandið þokkalegt á Svalbarðsströnd.
10.08.2012
Fimmtudaginn 9. ágúst var söguganga afmælisnefndar Akureyrarbæjar og Minjasafnsins í samstarfi við Norðurorku hf.
10.08.2012
Norðurorka vill ítreka tilmæli til viðskiptavina sinna um að fara sparlega með kalda vatnið.
09.08.2012
Þar sem vatnsstaða í miðlunargeymum er komin niður fyrir öryggismörk eru akureyringar beðnir að fara mjög sparlega með neysluvatnið.
08.08.2012
Á fimmtudögum í sumar standa afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri fyrir svo nefndum afmælisgöngum í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar. Göngurnar eru kl. 20:00 á fimmtudögum. Fimmtudaginn 9. ágúst er gangan í samstarfi við Norðurorku hf.
19.07.2012
Á komandi hausti verða liðin 90 ár frá því vélarnar í Glerárvirkjun voru reyndar í fyrsta skipti.