Fréttir & tilkynningar

Kattarslagur á Leikhúsflötinni á Öskudaginn

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar bæjar bjóða Norðurorka og Leikfélag Akureyrar krökkum á Akureyri í kattarslag á leikhúsflötinni kl. 10:30.

Starfsfólk Norðurorku í fréttum

Karlkyns starfsmenn Norðurorku komust í fréttirnar undir fyrirsögninni \"þjófstörtuðu konudeginum á Akureyri\"

Lukkumiðaleikur Norðurorku og Hlíðarfjalls - Vatnsverndarsvæðin í Hlíðarfjalli

Í tengslum við sleðaspyrnu KKA sem haldin var í Hlíðarfjalli buðu Norðurorka hf. og Hlíðarfjall upp á léttan leik í tengslum við skilaboð um vatnsverndarsvæðin í Hlíðarfjalli.

Norðurorka auglýsir útboð á mælaskiptum

Norðurorka óskar eftir tilboðum í mælaskipti á um það bil 1.400 rennslismælum hitaveitu.

Verðið lækkar á Akureyri

Raunverð á raforkudreifingu hefur farið lækkandi á Akureyri undanfarin ár og er nú það lægsta á landinu. Sömuleiðis hefur raunverð hitaveitu lækkað mjög mikið síðastliðna áratugi og í fyrsta skiptið í sögu hitaveitu á Akureyri og nágrenni er verðið lægra en hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Verðbreytingar hjá Norðurorku hf. 1. janúar 2012

Í ljósi traustrar stöðu Norðurorku hf. tók stjórn ákvörðun um að halda hækkunum á verðskrá fyrir árið 2012 í lágmarki.

Bilun í jarðstreng veldur rafmagnsleysi í Innbænum

Rafmagnslaust varð í Innbænum og nágrenni þegar bilun kom upp í jarðstreng.

Málþing Norðurorku hf 2011

Árlegt málþing Norðurorku hf. var haldið milli jóla og nýárs.

Björgvin brennir steikingarfeiti

Þau tímamót urðu í sögu Orkeyjar ehf. að í síðasta túr togarans Björgvins EA-312 frá Dalvík brenndi ein af vélum skipsins lífdísel frá félaginu í tvo sólarhringa samfellt.

Frostsprungin inntök í hesthúsum

Nokkuð hefur borið á því í frosthörkum undanfarna daga að inntök í hesthúsum og víðar hafa sprungið eða verið nálægt því.