05.06.2013
Norðurorka hf. og Orkuveita Húsavíkur - Fréttatilkynning
Stjórnir Norðurorku hf. og Orkuveitu Húsavíkur samþykktu á fundum sínum 3. júní að nýta forkaupsrétt sinn að hlut Orkuveitu Reykjavíkur í Hrafnabjargavirkun hf. og hafa þegar verið lögð drög að kaupsamningum milli aðila.
05.06.2013
Íbúum í Svalbarðsstrandarhreppi er ráðlagt að sjóða allt neysluvatn (vatn til beinnar neyslu) vegna mengunar í vatnsbólum af völdum ofanvatns.
04.06.2013
Vatni hefur nú verið hleypt á hitaveituna og ætti vatnsþrýstingur að byggjast hægt og bítandi upp næstu klukkustundirnar.
04.06.2013
Framkvæmdir við Reykjaveitu ganga samkvæmt áætlun og gert ráð fyrir að vatni verði heypt á síðdegis.
03.06.2013
Ljóst er að allnokkur seinkun verður á því að hægt verði að hefja vinnslu hauggass frá urðunarstaðnum á Glerárdal við Akureyri. Tafirnar stafa af seinkun á afhendingu hreinsistöðvar frá framleiðanda hennar, Flotech í Svíþjóð. Áætlanir nú gera ráð fyrir að sala metangass geti hafist fyrir áramót.
03.06.2013
Vegna bilunar í stofnlögn hitaveitunnar þarf að taka vatnið af frá kl. 8.30 og fram eftir degi þriðjudaginn 4. júní.
03.06.2013
Vegna bilunar í stofnlögn hitaveitunnar þarf að taka vatnið af frá kl. 8.30 og fram eftir degi þriðjudaginn 4. júní.
30.05.2013
Tölvupóstþjónn Norðurorku er orðinn virkur á ný og vonum við að allur póstur okkur sendur á tímabilinu frá því síðdegis á mánudaginn og þar til í nótt verði með réttum skilum til okkar.
29.05.2013
Tölvupóstþjónn Norðurorku er óvirkur og hefur verið frá því í gær.
29.05.2013
Framkvæmdir í Kaupvangsstræti og Skipagötu eru á áætlun og ganga vel. Gert er ráð fyrir að hægt verði að opna fyrir umferð fyrir helgina.