09.09.2013
Norðurorka hf. og Akureyrarbær hafa nú gert með sér samkomulag um að umsjón með gatna- og stígalýsingu á Akureyri flytjist frá Norðurorku og verði framvegis hjá Framkvæmdamiðstöð bæjarins.
04.09.2013
Norðurorka hf. óskar eftir tilboðum í lagningu Vesturveitu II, þ.e. hitaveitu frá Finnastöðum að Miklagarði í Eyjafjarðarsveit. Samhliða þessu verki mun RARIK leggja streng að viðkomandi bæjum í sveitinni þannig að samstarf er með aðilum um útboðið, þ.e. það tekur bæði til lagningar hitaveitu og rafveitu.
16.08.2013
Tíðindamaður Norðurorkuvefsins var á ferðalagi í sumarfríinu á eyjunni Tenerife.
01.07.2013
Verðskrá raforkudreifingar Norðurorku hækkar frá 1. júlí 2013 en hækkunin er tilkomin vegna hækkunar á verðskrá Landsnets fyrir flutning. Engin hækkun er á dreifihluta Norðurorku.
28.06.2013
Vegna viðgerðar nk. mánudag á bilun í hitaveitu sunnan við Laugaland í Eyjafjarðarsveit þarf að loka fyrir heita vatnið á bæjum sunnan við Laugaland (austan megin). Lokað verður fyrir heitavatnið frá kl. 09:00 mánudaginn 1. júlí og fram eftir degi.
28.06.2013
Vegna viðgerðar nk. mánudag á bilun í hitaveitu sunnan við Laugaland í Eyjafjarðarsveit þarf að loka fyrir heita vatnið á bæjum sunnan við Laugaland (austan megin). Lokað verður fyrir heitavatnið frá kl. 09:00 mánudaginn 1. júlí og fram eftir degi.
25.06.2013
Framkvæmdum í Hrísalundi er að mestu lokið og hefur vatni (kl. 19:30) verið hleypt á hitaveituna og ætti vatnsþrýstingur að byggjast hægt og bítandi upp næstu klukkustundirnar.
25.06.2013
Núna þegar þetta er skrifað um kl. 17:30 liggur fyrir að framkvæmdir við brunna og stofnlögn í Hrísalundi dragast eitthvað og nú er reiknað með að vatni verði ekki hleypt á fyrr en í kvöld. Nánari fréttir koma hér inn á heimasíðuna.
24.06.2013
Hrafnabjargavirkjun hf. og Landsvirkjun hafa fengið úthlutað sameiginlegu rannsóknarleyfi frá Orkustofnun til rannsóknar á efri hluta vatnasviðs Skjálfandafljóts á virkjunarsvæðum sem hafa verið kennt við Hrafnabjörg og Fljótshnjúk. Rannsóknarleyfið gildir til ársloka 2017.
21.06.2013
Vegna vinnu við að fjarlægja hitaveitubrunna í Hrísalundi og vinnu við að svera upp stofnlögn hitaveitu að KA svæðinu er nauðsynlegt að taka heita vatnið af stærstum hluta Hrísalundar næstkomandi þriðjudag 25. júní frá kl. 8.30 og fram eftir degi.