27.05.2013
Framkvæmdir í miðbænum hafa gengið vel og verið er að hleypa vatninu á þessa stundina. Hafa ber í huga að það getur tekið nokkurn tíma að byggjast upp eðlilegur þrýstingur.
27.05.2013
Við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir um það hvað felist í því að fjarlægja brunna.
27.05.2013
Vegna óvæntra atvika í vinnu við brunna í miðbænum þarf að taka heita vatnið af þegar í stað en ekki á morgun 28. maí eins og til stóð.
Heita vatnið fer af hluta Miðbæjarins og af Innbænum. Gert er ráð fyrir að heitavatnslaust verði fram á kvöld.
22.05.2013
Miðvikudaginn 22. maí fór starfsfólk Norðurorku ásamt fjölskyldum sínum í hreinsunarátak á svæðinu frá Glerárvirkjun upp að starfsstöð Norðurorku að Rangárvöllum.
21.05.2013
Næstkomandi föstudag 24. maí hefjast framkvæmdir við að fjarlægja þrjá hitaveitubrunna í Miðbænum, tvo í Kaupvangsstræti og einn í Skipagötu. Nánar tiltekið eru brunnarnir á gatnamótum Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis og gatnamótum Kaupvangsstrætis og Skipagötu og í Skipagötunni við hús nr. 14 (Íslandsbanki). Loka þarf hluta af Kaupvangsstræti, Hafnarstræti og Skipagötu fyrir umferð frá og með föstudeginum 24. maí og frameftir næstu viku og reikna má með umferðartöfum á svæðinu.
17.05.2013
Norðurorka hf. er bakhjarl Iðnaðarsafnsins á Akureyri en skrifað var undir samning þar að lútandi í dag.
17.05.2013
Norðurorka hf. er bakhjarl Iðnaðarsafnsins á Akureyri en skrifað var undir samning þar að lútandi í dag.
10.05.2013
Norðurorka tekur gjarnan á móti nemendum grunnskóla á starfssvæði sínu í heimsókn. Nemendur í tæknivali Lundaskóla komu í heimsókn og veltu fyrir sér stöðuorku og hreyfiorku.
23.04.2013
Í dag voru opnuð tilboð í lagningu gaslagna fyrir metanstöð Norðurorku hf.
15.04.2013
Vegna viðgerðar á bilun í hitaveitu þarf að loka fyrir heita vatnið fimmtudaginn 18. apríl í hluta af Giljahverfi og iðnaðarsvæðinu við Réttarhvamm, Rangárvelli og Hlíðarvelli. Þá fer vatnið einnig af hesthúsahverfinu Hlíðarholti, bæjunum Hlíðarenda og Glerá og frístundahúsabyggðinni Hálöndum.