Fréttir & tilkynningar

Ráðstefna Gæðastjórnunarfélags Norðurlands

Gæðasstjórnunarfélag Norðurlands heldur ráðstefnu í kennslusal Háskólans á Akureyri (M-102) í dag fimmtudaginn 16. október frá kl. 13:10 til 16:00

Vélfræðingur eða vélstjóri óskast

Norðurorka óskar eftir að ráða vélfræðing eða vélstjóra til starfa í fyrirtækinu.

Norðurorka hf. ræður fjármálastjóra

Halla Bergþóra Halldórsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri þjónustu- og fjármálasviðs hjá Norðurorku hf.

Náttúrugæði í 100 ár - Ráðstefna í Hofi 18. september

Í tilefni af 100 ára afmæli vatnsveitu á Akureyri höldum við ráðstefnuna Náttúrugæði í 100 ár í Hofi fimmtudaginn 18. september nk..

Búið er að hleypa heitu vatni á

Vinna við að fjarlægja brunna í Álfabyggð hefur gengið samkvæmt áætlun og búið er að hleypa vatni á kerfið.

Áhrifasvæði lokunar hitaveitu er stærra en áætlað var í fyrstu

Í ljós hefur komið að áhrifasvæði lokunarinnar aðfararnótt fimmtudagsins 4. september verður stærra en ætlað var í fyrstu. Kemur það til sökum þess að líkur eru til þess að dælur á neðra þrýstisvæði hitaveitunar muni ekki ná að halda uppi nægum þrýstingi á efsta hluta þess.

Lokun hitaveitu vegna brunnavinnu

Vegna vinnu við að fjarlægja brunna þarf að loka fyrir heita vatnið á stóru svæði á suður brekkunni, Mýrarhverfi, Gerðarhverfi og Lundahverfi á Akureyri (sjá nánar á mynd) frá kl. 04:00 aðfaranótt fimmtudagsins 4. september og fram eftir kvöldi á fimmtudaginn.

Metanstöðin hefur verið opnuð

Metan afgreiðslan við gatnamót Miðhúsabrautar og Miðhúsavegar hefur verið opnuð.

Metanverkefni Norðurorku á lokasprettinum

Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á metanverkefni Norðurorku. Öllum framkvæmdum er lokið og unnið að prófunum á öllum búnaði með fulltrúum frá framleiðendum hreinsistöðvar, þjöppustöðvar og afgreiðslubúnaðar.

Lokað fyrir heita vatnið í hluta Ránargötu, Eyrarvegar og Grenivalla vegna viðgerða

Lokað verður fyrir heita vatnið í hluta Ránargötu, Eyrarvegar og Grenivalla vegna viðgerðar á hitaveitulögn fimmtudaginn 14. ágúst frá kl. 8:00 og fram eftir degi.