Fréttir & tilkynningar

Rafmagnslaust um skamma hríð á hluta Akureyrar

Um klukkan eitt í dag varð rafmagnslaust á hluta Akureyrar þ.e. þeim hluta bæjarins sem tengdur er aðveitustöð nr. 1 við Þingvallastræti.

Framkvæmdir við aðveitustöð við Þingvallastræti - ónæði aðfaranótt laugardags

Næstu helgi verður unnið að viðhaldi á aðveitustöðinni við Þingvallastræti. Komið er að nauðsynlegu viðhald á steinsteyptu burðarvirki sem er sunnan við aðalbygginguna. Aðeins er hægt að vinna þessa vinnu þegar álag á dreifikerfið er í lágmarki því nauðsynlegt er að taka stöðina úr rekstri meðan á vinnu stendur og álagið því flutt á aðra staði í kerfinu.

Framkvæmdir við hitaveitu í Hafnarstræti

Vegna framkvæmda við hitaveitulagnir í Hafnarstræti má búast við skertu aðgengi að húsum frá húsi númer 88 og suður að Umferðarmiðstöðinni. Á framkvæmdatímanum þarf að loka fyrir heitt vatn á svæðinu frá Kaupvangsstræti í norðri og alveg suður að Skautahöll en sú lokun verður kynnt viðkomandi íbúum sérstaklega með smáskilaboðum. Lokunin mun því ná til neðsta hluta Kaupvangsstrætis að sunnan, Hafnarstrætis, Spítalavegar, Tónatraðar, Búðargils (Lækjargötu), Búðarfjöru, Duggufjöru, Aðalstrætis, Naustafjöru og Naustavegar.

Borun nýrrar vinnsluholu í Eyjafjarðarsveit

​Jarðborinn Nasi frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða er kominn á borplanið við Botn í Eyjafjarðarsveit en þar er að hefjast borun nýrrar borholu fyrir hitaveitu Norðurorku.

Hreinsistöð fráveitu -Tillaga að matsáætlun í kynningu

Norðurorka undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum hreinsistöðar fráveitu á Akureyri.

Aðalfundur Norðurorku hf. árið 2016

Rekstur Norðurorku gekk vel á árinu 2015. Ársvelta samstæðunnar var tæplega 3,3 milljarðar króna. Hagnaður ársins var 1.590 milljónir króna eftir skatta og eigið fé tæplega 8,1 milljarðar króna. Á aðalfundi í dag var ákveðið að greiða 35% arð til hluthafa eða um 296 milljónir króna.

Norðurorka auglýsir lausar stöður rafvirkja og verkamanns

Norðurorka auglýsir lausar stöður rafvirkja og verkamanns á framkvæmdasviði.

Aðalfundur og ársfundur Norðurorku hf.

Aðalfundur og ársfundur Norðurorku hf. verða haldnir í Menningarhúsinu Hofi föstudaginn 1. apríl n.k. Aðalfundurinn hefst kl. 14:00 og þar fara fram hefðbundin aðalfundarstörf. Ársfundurinn hefst kl. 15:00 en á honum verða flutt fjögur erindi.

Aðalfundur og ársfundur Norðurorku hf.

Aðalfundur og ársfundur Norðurorku hf. verða haldnir í Menningarhúsinu Hofi föstudaginn 1. apríl n.k. Aðalfundurinn hefst kl. 14:00 og þar fara fram hefðbundin aðalfundarstörf. Ársfundurinn hefst kl. 15:00 en á honum verða flutt fjögur erindi.

Metanframleiðsla hafin að nýju

Metanframleiðsla er hafin að nýju og metangas því til afgreiðslu á metanstöðinni við Súluveg.