14. okt 2024

Spennandi verkefnastjórastarf

Norðurorka leggur mikla áherslu á að starfsfólki líði vel, njóti jafnréttis og fái tækifæri til að e…
Norðurorka leggur mikla áherslu á að starfsfólki líði vel, njóti jafnréttis og fái tækifæri til að eflast og þroskast í starfi.

Erum við að leita að þér? Spennandi verkefnastjórastarf hjá Norðurorku.

Verkefnastjórar hjá Norðurorku koma að hönnun, skipulagningu og eftirliti með verklegum framkvæmdum, t.d. lagningu dreifikerfa, byggingu fasteigna og endurnýjun gatna og lagnakerfa. 

Umsóknarfrestur er til og með 31. október.

Frekari upplýsingar / umsóknarform

Umsækjendur eru hvattir til að fylla vandlega út umsóknarformið. Vel framsett umsókn með upplýsingum um fyrri störf og menntun er líklegri til að standast samanburð við aðrar umsóknir.

Um Norðurorku

Meginhlutverk Norðurorku er að þjónusta heimili og atvinnulíf með vinnslu og dreifingu á heitu vatni og neysluvatni, rekstri dreifikerfi raforku og rekstri fráveitu. Norðurorka er reyklaus vinnustaður og starfar skv. vottuðu gæðakerfi (ISO 9001).

Norðurorka er metnaðarfullt og vel rekið fyrirtæki sem laðar að sér hæft starfsfólk og hlúir að því. Við leggjum áherslu á að byggja upp nærandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk vex og dafnar í lífi og starfi. Við erum framsækin í nýsköpun og þjónustu og berum ríka samfélagslega ábyrgð.