29.07.2011
Á morgun laugardaginn 30. júlí kl. 14.00 býður Minjasafnið á Akureyri upp á gönguferð með leiðsögn um Fjöruna, gömlu Akureyri og allt norður að Torfunefi.
27.07.2011
Verkefnisstjórn um rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma hefur skilað af sér 2. áfanga hennar.
25.07.2011
Engum ofsögum er sagt þegar fullyrt er að jarðhitinn á Íslandi auki lífsgæði og möguleika okkar til mikilla muna, auk þess að spara Íslendingum gífurlegar fjárhæðir í gjaldeyri ár hvert. Í dag eru um 90% húsa á Íslandi hituð með jarðhita.
20.07.2011
Landsvirkjun hefur sagt upp heildsölusamningum um sölu á svo nefndri ótryggri orku gagnvart smásöluaðilum raforku og þar með samningi Fallorku ehf. dótturfélags Norðurorku hf.
13.07.2011
Starfsmenn og nemendur í Jarðhitaskóla Sameinuðuþjóðanna á Íslandi komu í heimsókn til Norðurorku.
12.07.2011
Eins og fram kom í frétt hér á síðunni í gær var dælingu hætt frá Hjalteyri sl. sunnudag.
Dæling er nú hafin á ný frá Hjalteyri og kann það að valda einhverri röskun t.d. að vatn verði litað en það á að taka fljótt af.
12.07.2011
Vegna viðgerðar á stofnæð þarf að loka fyrir heitavatnið í hluta Eyjafjarðarsveitar á morgun miðvikudaginn 13. júlí frá kl. 9.30 og á meðan viðgerð stendur yfir.
11.07.2011
Nokkuð hefur borið á því í gærkvöldi og í morgun einkum á Brekkunni og stöku stað í Þorpinu að óhreininda gæti í heita vatninu. Þetta stafar af því að vatnsvinnslu var hætt á Hjalteyri vegna viðgerða.
08.07.2011
Vegna viðhaldsvinnu í dreifikerfi hitaveitu Norðurorku sunnu-daginn 10 júlí n.k. frá 16.00, má búast við truflunum á afhendingu og kólnun á heita vatninu í Arnarneshreppi, frá Fagraskógi að Dunhaga.
08.07.2011
Kjarasamningar við Kjöl og Einingu - Iðju hafa verið samþykktir af starfsmönnum Norðurorku hf.