Fréttir & tilkynningar

Jarðhitaskólinn í heimsókn

Starfsmenn og nemendur í Jarðhitaskóla Sameinuðuþjóðanna á Íslandi komu í heimsókn til Norðurorku.

Dæling frá Hjalteyri

Eins og fram kom í frétt hér á síðunni í gær var dælingu hætt frá Hjalteyri sl. sunnudag. Dæling er nú hafin á ný frá Hjalteyri og kann það að valda einhverri röskun t.d. að vatn verði litað en það á að taka fljótt af.

Lokað fyrir stofnæð í Eyjafjarðarsveit vegna bilunar

Vegna viðgerðar á stofnæð þarf að loka fyrir heitavatnið í hluta Eyjafjarðarsveitar á morgun miðvikudaginn 13. júlí frá kl. 9.30 og á meðan viðgerð stendur yfir.

Óhreinindi í heitavatninu

Nokkuð hefur borið á því í gærkvöldi og í morgun einkum á Brekkunni og stöku stað í Þorpinu að óhreininda gæti í heita vatninu. Þetta stafar af því að vatnsvinnslu var hætt á Hjalteyri vegna viðgerða.

Truflun á afhendingu á heitu vatni í Arnarneshreppi

Vegna viðhaldsvinnu í dreifikerfi hitaveitu Norðurorku sunnu-daginn 10 júlí n.k. frá 16.00, má búast við truflunum á afhendingu og kólnun á heita vatninu í Arnarneshreppi, frá Fagraskógi að Dunhaga.

Kjarasamningar samþykktir

Kjarasamningar við Kjöl og Einingu - Iðju hafa verið samþykktir af starfsmönnum Norðurorku hf.

Nýr forstjóri Norðurorku hf

Ágúst Torfi Hauksson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Norðurorku hf.

Straumlaust í hluta Lundahverfis

Vegna viðhaldsverkefna í spennistöð verður straumur tekinn af Hrísalundi, Tjarnarlundi, Furulundi og Viðjulundi n.k. sunnudag 10. júlí frá kl. 12.30. Áætlað er að straumleysi vari í 6 – 8 klukkustundir.

Könnun á upplýsingasöfnun og vistun jarðhitagagna

Orkustofnun hefur nú gefið út skýrsluna: Upplýsingatækni jarðhitagagna. Niðurstöður könnunar um upplýsingasöfnun og vistun jarðhitagagna.

Landsvirkjun hækkar verðskrá raforku

Frá og með 1. júlí s.l. hækkar Landsvirkjun verðskrá sína á raforku í heildsölu um 2,8%.