31.08.2011
Tilboð í framkvæmdir við vatnsveitu á Svalbarðsströnd voru opnuð í dag og skiluðu fjórir verktakar inn tilboðum.
31.08.2011
Gengið hefur verið frá samningi við HSH verktaka ehf. um mælaskipti fyrir Norðurorku hf.
29.08.2011
Eins og fram hefur komið í fréttum á www.no.is þá hefur Landsvirkjun sagt upp heildsölusamningum um sölu á svo nefndri ótryggri orku gagnvart smásöluaðilum raforku. Kynningarfundur með þeim viðskiptavinum sem í dag eru að kaupa orku á þessum skilmálum verður haldinn á morgun í höfðuðstöðvum Norðurorku hf.
29.08.2011
Tilboð í mælaskipti fyrir Norðurorku voru opnuð s.l. föstudag kl. 13.00.
25.08.2011
Á síðasta ári var lögð hitaveita frá dælustöð á Botni í Eyjafjarðarsveit inn að landi Hólshúsa þar sem lögnin skiptist og fer inn að Grund annars vegar en hins vegar inn að Finnastöðum.
24.08.2011
Kaldavatnslögn frá Svalbarðsströnd að Halllandsveitu verður lögð í haust.
20.08.2011
Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd- og orkunýtingu landsvæða hefur verið lögð fram í opið umsagnar- og samráðsferli.
19.08.2011
Þessa daganna er unnið að endurnýjun á stýribúnaði dælustöðvarinnar að Vöglum í Hörgárdal þaðan sem Norðurorka sækir töluverðan hluta af því kaldavatni sem viðskiptavinir Norðurorku í Hörgársveit og Akureyri njóta.
19.08.2011
Nú þegar hinir fjölmörgu skólar eru að taka til starfa á Akureyri er oft mikið um flutninga. Af því tilefni vill Norðurorka minna alla sem hyggja á flutninga eða eru að flytja á mikivægi þess að tryggja réttan álestur á mæla.
18.08.2011
Norðurorka hf. óskar eftir tilboðum í mælaskipti hitaveitu á Akureyri.